Heimilislykt skiptir fólk mjög miklu máli, enda er þetta það fyrsta sem gestir skynja þegar þeir koma í heimsókn. Einn af hverjum fimm Bretum hafa áhyggjur af heimilislyktinni sinni samkvæmt nýrri könnun. Flestir hafa áhyggjur af skólplykt.
Það var fyrirtækið Febreze sem lét gera könnunina, en það er fyrirtæki sem framleiðir ilmefni og lyktareyði. OnePoll framkvæmdi könnunina.
Samkvæmt könnuninni skiptir heimilislykt 88 prósent fólks máli. Sérstaklega á þetta við þegar gesti ber að garði.
„Jafn vel þó að það sé enginn að koma í heimsókn, þá viltu ekki lenda í aðstöðu þar sem gýs upp einhver fýla heima hjá þér,“ sagði talsmaður fyrirtækisins. „Og ef þú ert með einhvern í heimsókn þá getur það verið vandræðalegt að annað hvort láta eins og fýlan sé ekki til staðar eða reyna að útskýra hana í angist.“
Samkvæmt könnuninni eru tveir staðir í íbúðum langlíklegastir til þess að hafa vonda lykt. 56 prósent nefndu eldhúsið og 45 prósent baðherbergið. 72 prósent reyna að eyða vondri lykt með því að opna gluggann en 51 prósent nota einhver ilmefni. 60 prósent sögðu að vond lykt á heimilinu hefði slæm áhrif á skapið.
OnePoll kannaði einnig hvaða lykt fólki þætti slæm og gat fólk valið fleiri en einn möguleika. Þetta eru þær 20 verstu samkvæmt könnuninni:
1 – Skóp (62 prósent)
2 – Klósett (50)
3 – Sorppokar (46)
4 – Sígarettur (45)
5 – Myglaður eða úldinn matur (29)
6 – Dýrasandur (26)
7 – Dýr (23)
8 – Eldaður fiskur (20)
9 – Skór (18)
10 – Hrár fiskur (16)
11 – Ísskápur (15)
12 – Rakt teppi (11)
13 – Blaut handklæði (10)
14 – Steiktur matur (9)
15 – Mygla í baðherbergi (8)
16 – Óhreinn þvottur (7)
17 – Rakur þvottur (6)
18 – Óhreinn íþróttafatnaður (5)
19 – Óhreint leirtau (5)
20 – Málning (5)