fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Rapyd-forstjórinn Garðar gagnrýndur – „Af hverju að ljúga svona lélega?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd á Íslandi, hefur birt grein á Vísir.is og í Morgunblaðinu þar sem hann sver af fyrirtækinu ýmsar fullyrðingar um stuðning þess við hernað Íraelshers á Gaza. Undanfarið hefur verið í gangi átak hér á landi til að fá fyrirtæki til að segja Rapyd upp sem færsluhirði og færa viðskipti sín til annarra aðila.

Forstjóri móðurfyrirtækisins hefur lýst yfir stuðningi við Ísrael á Twitter:

Frá sjónarhóli Garðars er Rapyd á Íslandi íslenskt fyrirtæki sem byggir á grunni Valitor og Korta sem nú hafa verið sameinuð undir merkjum Rapyd. „Fyrirtækið starfar sem íslenskt hlutafélag og er kennitala félagsins frá 1983. Hjá Rapyd á Íslandi starfa um 180 einstaklingar. Félagið greiðir skatta og skyldur á Íslandi,“ segir Garðar og neitar því að fyrirtækið taki afstöðu til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs:

„Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og mannfall almennra borgara eru hörmungar sem snerta okkur öll. Það á jafnt við um starfsmenn Rapyd sem aðra. Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg. Að þeim ástæðum hefur Rapyd á Íslandi ekki talið rétt að blanda sér í umræðuna fyrr en nú. Ítrekaðar rangar fullyrðingar um Rapyd í fjölmiðlum hefur knúið mig til að svara.

Að gefnu tilefni vil ég árétta að félagið tengist átökunum ekki á nokkurn hátt. Ég get fullyrt að starfsmenn félagsins taka hörmungarnar nærri sér og eins og aðrir og óska þess að átökunum linni. Óska ég þess að fólk sem kennir sig við mannréttindi og talar fyrir mannúð kynni sér staðreyndir um rekstur Rapyd á Íslandi áður en röngum fullyrðingum er haldið fram í fjölmiðlum.“

„Þessi gaur er svo mikill trúður“

Verðlaunablaðamaðurinn Freyr Rögnvaldsson gefur lítið fyrir skrif Rapyd-forstjórans. Hann staðhæfir að ekki sé til neitt fyrirtæki sem heiti „Rapyd á Íslandi“, það heiti einfaldlega Rapyd. Freyr bendir á að í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra séu raunverulegir eigendur fyrirtækisins skráðir þeir Ariel Shtilman, Maayon Naor og Dennis Francis Allan, eða sömu eigendur og að móðurfyrirtækinu, Rapyd.

„Þessi gaur er svo mikill trúður,“ segir Freyr og sakar Garðar ekki bara um ósannsögli heldur kallar hann lélegan lygara:

„Af hverju að ljúga svona lélega? Það er ekki til neitt Rapyd á Íslandi. Það heitir Rapyd Europe hf. Raunverulegir eigendur eru Ísraelarnir Ariel Shtilman og Mayyan Naor, og Bretinn Dennis Francis Allan. Shtilman lýsti því á dögunum að það ætti að útrýma Hamas með öllum leiðum, og að Rapyd styddi hernað Ísraela.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana