fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Skorar á Vegagerðina að viðurkenna mistök – „Hönn­un og staðsetn­ing Land­eyja­hafn­ar sé senni­lega eitt mesta verk­fræðislys seinni ára“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór B. Nellett, fyrrum skipsherra hjá Landhelgisgæslunni, skorar á Vegaferðina að horfast í augu við það að Landeyjarhöfn, hönnun hennar og staðsetning, hafi verið mistök og að stofnunin freisti þess að finna varanlegar lausnir á vandanum í stað sandmoksturs úr höfninni sem kostar skattgreiðendur ógrynni fjár á hverju ári.

Byggð á röngum stað og eftir rangri hönnun

Þetta kemur fram í aðsendri grein Halldórs í Morgunblaðið. Greinin er löng og ítarleg en í henni fer Halldór yfir feril málsins og hvernig Vegagerðin skellti skollaeyrum við gagnrýni og viðvörunarorðum við undirbúning hafnarinnar. Halldór bendir á að hann hafi sjálfur skrifað grein fljótlega eftir opnun hafnarinnar sem bar heitið „Rang­ur staður og röng hönn­un“. Þar sagði að staðarvalið hefði verið alrangt, höfnin hefði átt að vera nokkru vestar og að Halldóri væri það hul­in ráðgáta „hvernig í ver­öld­inni mönn­um datt það í hug að byggja höfn yst á sand­eyri þar sem landið hefði gengið fram um 400 metra á sl. 90 árum, ör­stutt frá ósum Markarfljóts. Á þeim stað hlyti að vera mik­ill sand­b­urður,“ eins og segir í greininni.

Lengja hefði þurft eystri garð hafnarinnar

Þá hafi hann varpað fram þeirri skoðun sinni að hafnargarðarnir væru rangt hannaðir því að ekki ætti að hafa hafnarmynnið opið mót suðri heldur sigla inn í höfnina úr vestri með því að lengja eystri garð hafnarinnar. „Ef höfn­inni yrði ekki breytt yrði hún ein­ung­is sum­ar­höfn og varla það. Með því að breyta hafn­ar­mynn­inu yrði oft­ar fært í höfn­ina og meiri kyrrð væri inn­an henn­ar í sunn­an­bræl­um. Vanda­málið er tvíþætt, sjógang­ur utan hafn­ar­mynn­is og sand­b­urður vegna ná­lægðar við Markarfljót. Einnig væri mjög lík­legt við breytta hafn­argarða að sand­dælu­skip gætu bet­ur at­hafnað sig við verri aðstæður en ella,“ skrifar Halldór.

Hönnuðir svöruðu fullum hálsi

Segir hann að hönnuðir Landeyjarhafnar hafi skotið rökin strax í bólakafi.

„Þeir sögðu að þar sem Land­eyja­höfn hefði verið val­inn staður í Bakka­fjöru væri mesta skjólið og minnsti sand­b­urður­inn! Verk­efnið væri bara hálfnað, með nýj­um og grunnrist­um Herjólfi myndi verkið klár­ast. Þó munu, sam­kvæmt frétt Stund­ar­inn­ar frá ár­inu 2019, sænsk­ir sér­fræðing­ar frá há­skól­an­um í Lundi hafa varað við nú­ver­andi staðsetn­ingu Land­eyja­hafn­ar strax árið 2005 eða þegar rann­sókn­ir stóðu yfir. Einnig var því haldið fram að með leng­ingu eystri garðsins myndi hann virka sem sand­gryfja. Þeir virðast enn ekki hafa áttað sig á því og geta viður­kennt að höfn­in sjálf er al­gjör sand­gryfja,“ skrifar skipsherrann fyrrverandi.

„Eitt mesta verk­fræðislys seinni ára hér við Ísland“

Þá hafi hugmynd hans um lengri eystrigarð verið talin óraunhæf útaf kostnaði og verðmiðanum 25 milljarðar skellt á framkvæmdina. Samt hafi sambærilegt verkefni í Danmörku kostað um sex milljarða en heildarbyggingakostnaður Landeyjahafnar var um 3,3 milljarðar króna. Varpar Halldór fram þeirri kenningu að lagt hafi verið upp með ódýra höfn og það hafi sannarlega tekist en afleiðingarnar eru þær að sandmoksturinn verður þungur baggi á skattgreiðendum um ókomna tíð verði ekkert að gert. Í fyrra hafi kostnaðurinn til að mynda numið 600 milljónum króna.

Í stuttu máli segir Halldór að áhyggjur hans hafi raungerst. „Það er mín skoðun að hönn­un og staðsetn­ing Land­eyja­hafn­ar sé senni­lega eitt mesta verk­fræðislys seinni ára hér við Ísland,“ skrifar Halldór og bendir á ábendingu Rík­is­end­ur­skoðunar í stjórn­sýslu­út­tekt um fram­kvæmd Land­eyja­hafn­ar, sem kom út í maí 2022, þar sem fram kom að all­ar áætlan­ir um rekst­ur Land­eyja­hafn­ar hefðu verið „mjög vanáætlaðar“. Þannig sé heildarkostnaður hafnarinnar orðinn 8,2 milljarðar króna.

Skorar á Vegagerðina að viðurkenna vandann

Segir Halldór að tímabært sé að fá til landsins erlenda sérfræðinga með reynslu af svipuðum aðstæðum sem geti metið hvort hægt sé að lagfæra höfnina.

Hvað er til ráða? Ekki fær­um við heila höfn sem er á röng­um stað en kannski er hægt að lag­færa hana.

„Ég skora á Vega­gerðina að viður­kenna vand­ann, höfn­in sjálf, hönn­un henn­ar og staðsetn­ing er stærsta vanda­málið. Reyna að finna lausn­ir en ekki bara moka sand enda­laust,“ skrifar Halldór.

Telur hann að ef niðurstaða reyndra hafn­ar­verk­fræðinga verður sú að ekki sé hægt að lag­færa höfn­ina svo hún virki bet­ur þurfa stjórn­völd að svara því hvort rétt­læt­an­legt sé að eyða skatt­fé  í enda­laus­an sandmokst­ur með stop­ul­um ferðum eða þá hrein­lega að af­skrifa Land­eyja­höfn al­ger­lega.

Yrði það raunin sér Halldór fyrir sér að keypt yrði stórt og hraðskreitt skip sem sigldi á Þorlákshöfn þrisvar á dag og yrði ekki meira en tvær klukkustundir á leiðinni.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta lesið grein Halldórs í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“