fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fengu úthlutað plássi á leikskóla fyrir tæpu ári en dóttirin kemst samt ekki að

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 14:01

Sunna, Áslaug og Stefán bíða enn þá eftir plássinu sem þeim var lofað. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Stefán Þorri Helgason og Sunna Sif Björnsdóttir fengu þau tíðindi þann 29. mars árið 2023 að dóttir þeirra Áslaug Fregn kæmist í leikskóla. Samþykktu þau það og var hún þá tekin af öllum biðlistum annars staðar. Í dag, þann 13. febrúar árið 2024, hefur hún enn ekki geta hafið aðlögun á leikskólanum vegna manneklu.

Stefán skrifar opið bréf á samfélagsmiðla í dag, sem beint er til Reykjavíkurborgar.

„Kæru vinir, ég hreinlega trúi ekki að ég sé að skrifa þennan póst hérna en nú þegar öll ráð hafa brugðist og vonleysið aldrei verið meira um að dóttir okkar fái leikskólapláss í nærliggjandi hverfum, þá sé ég ekki neitt annað í stöðunni,“ segir Stefán í færslunni.

Fengu pláss en svo gerðist ekkert

Aðdragandi málsins er að þann 29. mars fengu Stefán og Sunna þau gleðitíðindi að Áslaug hefði fengið leikskólapláss í Dalsskóla í Úlfarsárdal, hverfinu þeirra.

„Við glöddumst þar yfir því þar sem um er að ræða umhverfi og félagslega örvun sem að hún unir sér mjög vel í og hefur afskaplega gaman af,“ segir Stefán.

Þann 29. júní bárust þeim svo verri fréttir, það er að ekki hefði tekist að setja niður daga fyrir aðlögun sökum manneklu. Reynt hefði verið að manna stöður í allan vetur og vor en ekki gengið nógu vel.

Þann 14. ágúst var staðan nákvæmlega sú sama. Vegna manneklu gat leikskólastjóri ekki sagt hvenær hægt væri að taka Áslaugu inn í aðlögun.

Í þeim mánuði sendi Stefán einnig tölvupóst á fagstjóra leikskólaþjónustu til þess að lýsa áhyggjum sínum af þessari stöðu. Í póstinum spurði hann hvers vegna væri verið að bjóða fólki pláss þegar ekki væri hægt að taka á móti börnum.

Sjá einnig:

Svikin loforð í leikskólamálum borgarinnar – „Ég get ekki hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga“

Þetta hefði valdið því að þau hefðu dottið af biðlistum annars staðar og ekki ekki fengið tækifæri til þess að líta í kringum sig.

„Sonur systur minnar er kominn á sinn leikskóla (vika á milli þeirra) og var sá leikskóli einnig á vali hjá okkur ef Dalsskóli myndi ekki ganga upp. Það sem stingur mig verst er að ég veit til þess að börn talsvert yngri en dóttir mín komust á þann leikskóla en okkar barn/né við fengum einu sinni tækifæri til að fara þangað, því aftur, það var búið að bjóða okkur aðra leikskólavist annars staðar,“ sagði Stefán í tölvupóstinum til fagstjórans.

Duttu út af öllum biðlistum

Fagstjóri sagði Stefáni að hann myndi gera hvað hann gæti til þess að koma Áslaugu fyrir á leikskóla. Eftir það var hann orðinn vongóður um að málið myndi leysast á næstu vikum.

„Því miður var það ekki niðurstaðan, því staðan er nákvæmlega eins í dag og því ekki vitað hvenær leikskóladvöl getur hafist vegna manneklunnar. Okkur var boðið annar valkostur í ágúst og var það leikskóladvöl í hverfi sem er frekar langt frá okkur ef við tökum bæði búsetu og starfsstöðvar okkar beggja inn í myndina. Af þeim ástæðum sáum við ekki dæmið ganga upp og vegna þessa urðum við að hafna því plássi eins ömurlegt og það var. Við vorum þó enn vongóð á þessum tíma og sannfærð um að þetta myndi leysast á næstu vikum/mánuðum en það voru mistök,“ segir Stefán.

Í ljósi alls þessa finnst honum eins og þau foreldrarnir hafi brugðist dóttur sinni.

„Þessi staða brýtur í mér hjartað, því okkur foreldrunum líður eins og við höfum brugðist dóttur okkar með því að hafa samþykkt þetta pláss. Því með því að samþykkja það duttum við sjálfkrafa út af öllum biðlistum og vorum við því rænd öllum tækifærum á að samþykkja pláss í þeim leikskólum sem við sóttum einnig um,“ segir hann.

Hjá dagmóður með mun yngri börnum

Áslaug er tveggja ára í dag og enn þá hjá dagmóður, með talsvert yngri börnum. Að sögn dagmóðurinnar getur hún ekki boðið henni þá örvun sem hún þarf á að halda.

„Við foreldrarnir reynum auðvitað að standa strauminn af þessum skorti á félagslegu tækifærum með því að gera alls konar, fara með hana út, lesa með henni bækur, örva málþroskann hennar, fara með hana í heimsóknir og margt fleira,“ segir Stefán.

Stefán segist ekki gera ráð fyrir að fá leikskóladvöl fyrir dóttur sína fyrr en á næsta skólaári. En það verður þá tæpum fjórum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið hennar.

„Ég veit að staðan er verri hjá öðrum þar sem sumir eru ekki svo lánsamir að hafa fengið vistun hjá dagmóður, geri mér fulla grein fyrir því. Breytir því hins vegar ekki að þarf eitthvað að lagast og það strax. Með orðum þurfa að fylgja gjörðir og ég er alveg búinn að fá mig fullsaddan á því að öllu fögru sé lofað og síðan breytist ekki nokkur skapaður hlutur. Það þarf eitthvað að breytast og það strax,“ segir hann að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“