fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Anna Jóna til liðs við Terra

Eyjan
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 10:27

Anna Jóna Kjartansdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Jóna Kjartansdóttir hefur verið ráðin gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri hjá Terra. Hún hefur hafið störf í teymi menningar og sjálfbærni sem er stoðsvið Terra og dótturfélags þess. Anna mun leiða þróun í gæða-, umhverfis- og öryggismálum hjá samstæðunni.

Anna kemur til Terra frá Ístak þar sem hún hefur starfað sem gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri síðastliðin 5 ár. Bar hún ábyrgð á stjórnunarkerfi Ístaks ásamt öðrum verkefnum fyrir framkvæmdastjórn þvert á félagið. Áður starfaði hún hjá Jarðborunum einnig sem gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri og þar áður hjá Mannvit sem verkefnisstjóri og umsjónarmaður umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfis. Anna er með B.Sc. í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Civil Engineering hjá DTU.

„Anna kemur inn með mjög mikla reynslu á sviði gæða-, umhverfis- og öryggismála. Það er margt fram undan hjá Terra og það er mikill fengur að fá Önnu inn til að leiða þessa mikilvægu málaflokka. Hún er lykilstarfsmaður í þróun gæða-, umhverfis- og öryggismenningar félagsins. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa,“ segir Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri menningar og sjálfbærni hjá Terra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur