fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hvetur Heimdall til að taka taktlaust myndband niður – „Þetta finnst mér alveg stórkostlega smekklaust“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. febrúar 2024 19:00

Ingu finnst myndbandið smekklaust í ljósi þess sem er að gerast í heiminum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, gagnrýnir nýtt útspil Heimdallar, unglingahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viðburðurinn hefur verið auglýstur sem „Útför Reykjavíkur“ sem Inga segir smekklaust og taktlaust í ljósi þess sem er að gerast í heiminum.

Í myndbandi ungliðanna má sjá Júlíus Viggó Ólafsson formann vappa um í kringum Tjörnina í Reykjavík og lýsa því yfir að það sé svo illa komið fyrir Reykjavík að hún sé látin. Það þurfi því að halda útför fyrir hana og það ætli Heimdallur að gera þann 17. febrúar næstkomandi í Tjarnarbíói.

„Ungt fólk, eins og ég og þú, eigum litla von á því að geta keypt okkur heimili. Grunnþjónustan er í volli, hvort sem við séum að tala um leikskóla eða sorphirðu. Samgöngurnar virka ekki og Borgarlínan sem á að bjarga miklu hún hefur verið á leiðinni í milljón ár og virðist hvergi vera,“ segir Júlíu Viggó í myndbandinu.

Velmegunar og forréttindaborg

Inga segist almennt hafa gaman að því þegar ungliðahreyfingar geri eitthvað róttækt og frumlegt, jafn vel þó að þær séu hinum megin á hinum pólitíska ási. Ýmislegt myndi hún líka vilja hafa betra í Reykjavík, svo sem snjómokstur og dagvistun.

„EN. Þetta finnst mér alveg stórkostlega smekklaust. Taktlaust. Forréttindafirrt,“ segir Inga.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd)

Á hún þá við um framsetninguna, minningarathöfn um borg sem á að vera dáin eða „kapútt“ eins og það er orðað í myndbandinu, þar sem er sagt að ekki sé lengur hægt að bjarga borginni.

„Reykjavík er ein mesta velmegunar og forréttindaborg veraldar,“ segir Inga. „Hún er ekki fullkomin, en almennt búum við hér við nánast fullkomið öryggi, réttindi, innviði og grunnþjónustu. Og öll þessi atriði eru jafnvel ekkert síðri en í nágrannasveitarfélögunum, þó að Reykjavíkurborg (og hingað til Dagur B. Eggertsson) hafi hingað til verið einhvers konar blóraböggull fyrir allt sem út af ber.“

Horfa ekki í kringum sig

Nefnir hún að fyrir botni Miðjarðarhafsins, það er á Gaza, sé raunverulega verið að drepa borgir. Allir innviðir þeirra borga séu sprengdir upp, húsnæði, sjúkrahús, vegir, skólar og allt annað sem Reykvíkingar eiga nóg af. Á Gaza sé líka verið að murka lífið úr borgarbúunum sjálfum.

„Það að Heimdellingar spili út svona útspili, sem á öðrum tíma gæti alveg verið brosleg og sniðug leið til að vekja athygli á málstað sínum, þegar það er þjóðarmorð í gangi á Gaza, kjarnar algjörlega heimsmynd þessa hóps. Þau sjálf eru í forgrunni og þau horfa ekki einu sinni í kringum sig áður en þau ýta á REC,“ segir Inga.

Hvetur hún Heimdælinga til þess að taka myndbandið út og tendra ljós fyrir fórnarlömb raunverulegra mannréttindabrota, ekki forréttindafólks sem sem þurfi að bíða í viku eftir sorphirðu í snjóstormi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“