fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

„Núna hefur eitthvað slæmt gerst“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. febrúar 2024 16:30

Kristinn Magnússon Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgarviðtal DV við Kristinn Magnússon hefur vakið mikla athygli. Þar rekur Kristinn leið sína á botninn eftir að lífið hafði brosað við honum á unga aldri. Jafnframt fer hann yfir skrykkjótta leið sína til bata frá fíkn í áfengi og amfetamín.

Ennfremur tjáir Kristinn sig um þann samfélagsvanda sem fíknisjúkdómurinn er, sem og um bráðavanda heimilislauss fólks.

Meðal þess sem bar á góma í viðtalinu er harmleikur sem varð heimabæ Kristins, Ólafsfirði, haustið 2022, er maður var stunginn til bana í heimahúsi:

„Sem fyrr segir býr Kristinn núna á Ólafsfirði, í litlu og friðsömu samfélagi, í umhverfi sem hentar edrúgöngu hans vel. En á Ólafsfirði gerðist engu að síður skelfilegur atburður fyrir tveimur og hálfu ári, er Steinþór Einarsson varð Tómas Waagfjörð að bana með hnífsstungum í íbúðarhúsnæði í bænum, aðfaranótt mánudagsins 3. október 2022. Steinþór var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir brotið í Héraðsdómi Norðurlands eystra, en við réttarhöldin og raunar áður kom fram að Tómas hafði átt upptökin að átökunum og einnig lagt til Steinþórs með hnífi. Í aðdraganda harmleiksins stormaði Tómas ævareiður í íbúðina þar sem eiginkona hans, Guðbjörg Svava Guðmundsdóttir, hélt til þessa nótt og sat við drykkju með Steinþóri, vini sínum og annarri konu sem þarna var húsráðandi. Ekki löngu eftir að Steinþór fór á vettvanginn, viti sínu fjær af reiði, samkvæmt heimildum, hringdi maður sem þá hélt til heima hjá Tómasi, í Kristinn, og sagði við hann: „Núna hefur eitthvað slæmt gerst.“

„Þó að það væri óhugur í mér þá grunaði mig aldrei að þetta slæma sem hefði gerst væri svona rosalegt,“ segir Kristinn. „Annars vil ég passa mig á því að ræða ekki málsatvik, ég var ekki á staðnum og get engu slegið föstu um hvernig þetta atvikaðist allt saman,“ bætir hann við. „En þessi harmleikur er að mínu mati lýsandi dæmi um afleiðingarnar af ómeðhöndluðum fíknisjúkdómi. Og núna eru þau bæði látin.“ Guðbjörg Svava, ekkja Tómasar, lést haustið 2023 og var látið tengt fíknisjúkdómi hennar.

Aðspurður segir Kristinn að hann hafi þekkt mjög vel til Tómasar og hann hafi í grunninn verið góður og hjálpsamur maður, en fíknin umbreytti honum til hins verra. Aðspurður hvort samband hjónannna hafi verið ofbeldissamband þá telur hann það ekki vera nákvæma lýsingu á sambandinu. „Það kom vissulega fyrir að Tómas beitti ofbeldi en í sambandi tveggja virkra fíkniefnaneytenda þá verður oft stríðsástand, það lýsir sér í því að fólk býr til spennu og tilefni til að reiðast til að réttlæta meiri neyslu. Ég var búinn að upplifa að þegar mikið gekk á hjá þeim þá leitaði Svava skjóls hjá okkur hjónunum – þegar ég var enn giftur, við skildum ekki fyrr en í maí á þessu ári; en þá bauðst ég til að keyra hana til Akureyrar til að komast úr aðstæðunum, en hún vildi það ekki.

Aðkoma Steinþórs að þessu máli er síðan sú að hann var gamall vinur Svövu, hún leitaði til hans um stuðning og annað, ég held að hann hafi fyrst og fremst komið norður með það í huga, hann vildi hjálpa vinkonu sinni. En þegar fólk er í neyslu þá er dómgreindin ekki upp á sitt besta og allar hömlur bresta. Því fór sem fór.““

Lesa viðtalið í heild

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn