fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Yfir 12.000 börn látin á Gaza – 67 Palestínumenn drepnir þegar tveimur gíslum var bjargað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 11:24

Þessi mynd var tekin í Rafah síðastliðinn laugardag. Mynd/Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa um 12.300 börn og ungmenni látið lífið í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gaza síðan stríðið hófst þann 7. október síðastliðinn. Þetta er samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza og AP-fréttaveitan vísar til.

Alls hafa 28.176 Palestínumenn látið lífið í stríðinu og í þeim tölum eru bæði óbreyttir borgarar og hermenn. Börn og ungmenni eru því um 43% allra þeirra sem hafa látist.

Ísraelski herinn réðst til inngöngu í íbúðarbyggingu í Rafah í suðurhluta Gaza um helgina og frelsaði tvo gísla sem hafa verið í haldi Hamas-liða síðan í október. Naut herinn aðstoðar orrustuflugvéla sem vörpuðu sprengjum á svæðið.

Talið er að aðgerð Ísraelshers til að bjarga gíslunum hafi kostað 67 Palestínumenn lífið, þar á meðal konur og börn. Um hundrað gíslar eru enn í haldi Hamas-samtakanna.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að hernaðaraðgerðir séu eina leiðin til að tryggja lausn gíslanna en skiptar skoðanir eru um þetta. Hátt settir embættismenn í Ísrael segja að samningar séu eina leiðin til að tryggja lausn þeirra.

Ísraelsk yfirvöld segja að Rafah sé eitt síðasta vígi Hamas-samtakanna og er ekki útilokað að Ísraelsher hefji landhernað á svæðinu á næstu dögum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Ísraelsmenn hefji ekki hernaðaraðgerðir í Rafah án þess að tryggja öryggi þeirra borgara sem þar eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður