Litríkir og bragðgóðir kokteilar. Ætlum að bjóða fólki upp á einstaka upplifun
Frederiksen er Gastropub sem leggur mikla áherslu á matargerðina sem staðurinn býður upp á og gott úrval af bjór en vinsældir staðarins hafa aukist töluvert eftir opnun hans síðustu helgina í júlí 2014. Það er ávallt mikil stemning á staðnum þegar „Happy hour“ er og það er eitthvað um að vera á hverju kvöldi en staðurinn er tilvalinn fyrir stærri hópa sem vilja gera sér glaðan dag. Alla helgina verður dj sem heldur uppi fjörinu fram á nótt á Frederiksen og verður kokteilaseðill í boði staðarins í tilefni af Reykjavík Cocktail Weekend. Um er að ræða skemmtilegar bragðsamsetningar á aðeins 1.500 krónur yfir helgina þar sem einblínt er á að bjóða fólki upp á einstaka upplifun.
3,0 cl viskí
1,5 cl blandað ávaxta líkjör
3,0 cl sykursíróp
3 dropar af appelsínu bitter
2,0 cl af hús-rauðvíni
Allt nema rauðvín sett saman í hristara. Hrist og sigtað í kælt koníaksglas. Fyllt með muldum ís og lagskipt með rauðvíninu. Skreytt með appelsínuberki.
4,5 cl viskí
3,0 cl kókosmjólkursíróp
3,0 cl sítrónusafi
Eggjahvíta úr 1 eggi
Barskeið af bláberjasultu
Klípa af Maldon salti
Allt sett saman í hristara, „dry-shake-að“. Hrist aftur með klaka og sigtað í kælt viskíglas og fyllt með klökum. Skreytt með þremur bláberjum.
4,5 cl gin
3,0 cl agúrku síróp
2,0 cl lime-safi
4 myntulauf
Allt hrist saman með klökum, tvísigtað í martini-glas og skreytt með fallegu myntulaufi og agúrkuskífu.
3,0 cl brennivín
3,0 cl peru og koníakslíkjör
3,0 cl sítrónusafi
1,5 cl jarðaberja-puré
Allt hrist saman með klökum, sigtað í kælt highball-glas fyllt með muldum klökum og skreytt með sítrónuskífu.
4,5 cl gin
6,0 cl eplasafi
3,0 cl sítrónusafi
3,0 cl sykursíróp
1 vínberja Sun Lolly
1 tsk. ferskur rifinn engifer
Allt hrist saman með klökum, sigtað í kælt highball-glas. Fyllt með klaka og skreytt með sítrónu berki.