fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Íbúarnir mjög jákvæðir fyrir komu skemmtiferðaskipa – Skiptar skoðanir um mengun

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 15:00

Risastór skemmtiferðaskip koma til Íslands í síauknum mæli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti íbúa Múlaþings eru jákvæðir í garð komu skemmtiferðaskipa. 68 prósent telja að koma skipanna hafi jákvæð áhrif á sinn byggðakjarna.

Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði fyrir sveitarfélagið Múlaþing.

Aðeins 12 prósent telja að koma skemmtiferðaskipa hafi neikvæð áhrif á sinn byggðakjarna. 21 prósent svöruðu hvorki né.

Jákvæðastir voru íbúar á Borgarfirði eystra. 86 prósent þeirra töldu skemmtiferðaskip hafa jákvæð áhrif. 81 prósent Seyðfirðinga, 74 prósent Djúpavogsbúa og 67 prósent Egilsstaðabúa.

Íbúar í Fellabæ skera sig úr í könnuninni. Aðeins 32 prósent þeirra eru jákvæðir í garð skemmtiferðaskipa en 59 prósent svöruðu hvorki né.

Karlar voru jákvæðari í garð komu skipanna en konur. Einnig var eldra fólk, það er 55 ára og eldra, jákvæðara en yngra fólk.

Áhrif á verslun jákvæðust

Þegar einstaka þættir varðandi komu skemmtiferðaskipa var greind kom í ljós að flestir telja þær hafa jákvæða áhrif á verslun og þjónustu í sínum byggðakjarna. Þar á eftir kemur jákvæð áhrif á efnahag byggðakjarnans og fjölbreytt jákvæð áhrif. Aðeins helmingur telur hins vegar að koma skemmtiferðaskipa verði mikilvæg undirstaða fyrir efnahagslífið í sínum byggðakjarna til framtíðar.

Mengun í tengslum við skemmtiferðaskip hefur verið mikið til umræðu. Skoðanir eru mjög skiptar um mengun skipanna í Múlabyggð. 37 prósent telja skipin auki mengun en 37 prósent segja að þau geri það ekki.

Bæta þurfi klósettin

Langflestir, 78 prósent, telja að það þurfi að bæta innviði til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipunum. Flestir nefna klósettin í því samhengi, það er 67 prósent.

49 prósent nefna vegi, 48 prósent gangstéttir, 37 prósent þjónustu, 36 prósent tímastýringu yfir árið, 36 prósent sorphirðu, 33 prósent verslun og 30 prósent að draga þurfi úr mengun.

Könnunin var netkönnun gerð dagana 23. nóvember til 15. desember árið 2023. Aðeins íbúum í Múlaþingi var boðin þátttaka í könnuninni. 62 prósent svöruðu og heildarfjöldi svarenda voru 407.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir