fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Flautuleikari kemur séra Friðriki til varnar – „Flestir eða allir menn eru eitthvað breyskir“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 13:00

Gísli er ekki sáttur við niðurrif styttunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Helgason, tónlistarmaður og lagahöfundur úr Vestmannaeyjum, kemur séra Friðriki Friðrikssyni til varnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Gísli segir engan alfullkominn og óþarfi sé að rífa niður stytturnar.

Í greininni segist Gísli hafa verið að lesa bók Guðmundar Magnússonar um séra Friðrik sem vakti mikla athygli. Einkum fyrir það að séra Friðrik hafi leitað á drengi.

„Við lestur bókarinnar virðist hann ekki hafa verið atkvæðamikill á þessu sviði,“ segir Gísli sem titlar sig sem blokkflautuskáld.

„Ég hugsaði að það eru rúm 60 ár síðan hann dó. All flestar sögur komu frá ættingjum eða vinum fólks sem hafði heyrt eitthvað um þetta en gat ekki staðfest eitt eða neitt; „ólyginn sagði mér“. Svo hófust ýmis skrif þar sem fólk lét gamminn geisa og taldi séra Friðrik heitinn nær óalandi og óferjandi og notuð voru ófögur orð af fólki sem telur sig hákristið,“ segir hann.

Þá var farið að taka niður minnismerkin, í Valsheimilinu og styttu Sigurjóns Ólafssonar á Lækjargötu.

Lágkúra borgarstjóra

„Eftirlifandi eiginkona myndhöggvarans fór þess á leit að styttan yrði varðveitt í Listasafni Sigurjóns. Á vegum borgaryfirvalda var farið að athuga hvort borgin ætti styttuna. Mér finnst að formaður borgarráðs og borgarstjóri, sem er nýr af nálinni, mættu skammast sín í ræmur fyrir svona lagaða lágkúru,“ segir Gísli.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri fær kaldar kveðjur frá Gísla. Mynd/Framsóknarflokkurinn

Segir hann umræðuna í tengslum við útgáfu bókarinnar yfirgengilega og byggja á ofstæki. Tekur þó fram að hann hafi aldrei kynnst séra Friðriki.

Strauk mér um kinn

Þá vísar hann í hegðun séra Friðriks gagnvart piltum og segir hann ekki hafa verið einan.

„Jóhann Hlíðar, annar þeirra presta sem voru í Eyjum, hafði nokkuð með mig að gera og strauk mér stundum um kinnina og hafði mig peyjann annað kastið á hné sér,“ segir Gísli.

„Við skulum hafa í huga að flestir eða allir menn eru eitthvað breyskir. Enginn er fullkominn. Ég er ekki að leggja til að hylmt verði yfir kynferðislega áreitni,“ segir hann og að séra Friðriks verði fyrst og fremst minnst fyrir þrekvirki í félagsstarfi. „Gæti hugsast að hann hafi verið samkynhneigður og þurft að dylja hvatir sínar, samkynhneigt fólk var því miður litið misjöfnum augum langt fram á síðustu öld. Þess vegna eru viðbrögð við bókinni þannig að mér finnst óþarfi að rífa niður styttur og fleira brambolt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!