Hún greinir frá því á Instagram að hún starfi nú sem frístundaleiðbeinandi heldri borgara. „Ég hef hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og er strax farin að hlakka til að mæta i fyrramálið og glæða daga mína gleði og tilgangi með þessu fallega fólki sem starfar hér og dvelur,“ segir hún og deilir gleðikorni úr deginum.
„Í dag fékk ég þakklætis ljóð frá nýjum vini sem er 92 ára og ég orti fyrir hann eitt á móti. Ljóð og orð fara beint i hjartastað. Ég hlýddi á upplestur úr falllegum bókum og heyrði börn flytja lifandi tónlist. Ég er að elska allt það nýja og skemmtilega sem lifið er að færa mér.“
Í ágúst greindi Þórunn frá því að hún væri í atvinnuleit. Leitin virðist hafa skilað árangri og óskum við söngkonunni góðs gengis í þessu nýja og skemmtilega ævintýri.
View this post on Instagram