fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

„Ég held að fyrsta vandamálið hjá mér hafi verið að það vissi enginn að mér leið svona illa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 11:29

Rakel Hlynsdóttir er gestur vikunnar í Fókus. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktarþjálfarinn Rakel Hlynsdóttir lenti á vegg árið árið 2018 en það datt engum í hug að á bak við brosið glímdi hún við mikið þunglyndi og kvíða. Hún faldi sjúkdóminn vel en að lokum kom að því að hún þurfti að leita sér hjálpar.

Rakel lauk endurhæfingu fyrir stuttu og lítur björtum augum fram á veginn. Hún var gestur í Fókus í síðustu viku. Horfðu á þáttinn í heild sinni hér. 

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Lífið virtist leika við Rakel, að minnsta kosti út á við en bak við luktar dyr þegar enginn sá, tók hún niður grímuna. Hún var að berjast við mikið þunglyndi og kvíða og sá um tíma enga leið út.

„Svo bara 2018 krassa ég. Ég get ekkert sagt eitthvað eitt. Það getur vel verið að ég hafi ekki tæklað vandamálin. Ég var að upplifa mjög mikið þunglyndi og kvíða. En þunglyndið var „aktíft“ þunglyndi, þú myndir aldrei giska á hvernig mér leið í raun og veru,“ segir Rakel.

„Það er ótrúlega átakanlegt að fela þunglyndi, því þú ert að setja einhverja grímu og þegar þú ert með svona mikið þunglyndi og setur upp grímuna, þegar þú kemur heim ertu alveg slegin út af laginu. Það það er svo erfitt að vera með þessa grímu allan daginn þegar maður er að ströggla.“

Rakel og dóttir hennar.

„Lífið átti að vera svo gott, en það var svo vont“

„Ég held að fyrsta vandamálið hjá mér hafi verið að það vissi enginn að mér leið svona illa,“ segir Rakel.

„Ég var nýbuin að kaupa mér íbúð, ég átti kærasta á þessum tíma og dásamlega dóttur. Lífið átti að vera svo gott! En það var svo vont.“

Rakel leitaði sér hjálpar hjá Kvíðameðferðastöðinni. „Það hjálpaði ótrúlega mikið, en ég náði aldrei þessu jafnvægi. Ég náði góðum tíma í einhvern ákveðinn tíma en svo fór ég alltaf niður aftur,“ segir hún.

„Það er búið að vera að skoða greiningarnar mínar, það var haldið á einhverjum tímapunkti að það væri geðhvarfasýki 2. En eftir allt saman er þetta mjög líklega bara ADHD með mjög miklum sveiflum. Ég hef alveg þurft að lenda á mörgum veggjum á leiðinni. Ég fór tvisvar sinnum, held ég, á bráðamóttöku geðdeildar, hringdi í Píeta samtökin og allt þetta.

Þegar ég horfi á þetta eftir á, það sýnir svo mikinn viljastyrk að segja: „Ég vil lifa, ég vil hjálp. Mig langar að komast í gegnum þetta. Mig langar ekki að gefast upp.“ Ég held að keppnisskapið komi að góðum notum þarna. Mig langar svo að lifa en mig langar ekki að lifa ef mér á alltaf eftir að líða svona.“

Rakel ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á hann á Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Rakel á Instagram og TikTok.

Rakel var gestur í Fókus, spjallþætti DV.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Hide picture