fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Anna og Friðrik ætla að dansa á degi ástarinnar – „Við höfum dansað í gegnum áföll”

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 11:30

Friðrik Agni og Anna Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Claessen og Friðrik Agni í Happy Studio bjóða fólki að fagna dansástinni og gleðinni með sér á Gauknum á Valentínusardaginn. Sérstakt 50’s þema verður til að gera kvöldið ennþá skemmtilegra og færi fyrir alla að gera sér dagamun, klæða sig upp og fara á dansdeit.

„Við héldum fjölda danspartýa frá árinu 2017 bæði á Gauknum og Hard Rock Cafe en það síðasta var haldið rétt áður en COVID-lokanir skullu á. Þá var Roaring 20’s þema sem var ótrúlega vel sótt. Plönin um öll danspartý fóru á bið vegna COVID þar sem bókstaflega mátti ekki koma saman að dansa. Við tóku stafrænir danstímar þar sem við dönsuðum fyrir framan tölvuskjáinn heima í stofunni til að reyna að lýsa upp COVID-skuggann. Svo dundu annarskonar áföll þegar við skriðum úr kófinu, stríð í miðri Evrópu, stríð á Vesturbakkanum og eldgos. Þó að COVID sé yfirstaðið sem virkur faraldur þá er taugakerfið okkar ekki búið að fá neitt frí. Við, sem einkaþjálfarar og markþjálfar og bara sem manneskjur sjálf, höfum tekið eftir hvað við erum öll ennþá svolítið í viðbragðsstöðu,“ segja Anna og Friðrik.

Friðrik Agni og Anna
Mynd: Aðsend

Þau segja dansinn hafa reynst þeim báðum sem bjargvættur undanfarin ár og í rauninni alltaf.

„Það er hægt að leita í dansinn til að týna sér um stund, fá losun og undankomuleið frá amstri. Í gegnum margt erfiði okkar beggja hefur dansinn alltaf náð að grípa okkur. Í rauninni getum við sagt að við höfum dansað í gegnum áföll. Þess vegna gleður okkur mjög mikið að fara að endurvekja danspartýin okkar þar sem við sameinumst í að kenna dans, sýna og efla fólk í gegnum dansinn. Að hafa sérstakt þema gerir það svo bara meira spennandi og skemmtilegt. 

Vegna undanfarinna áfalla sem snerta bæði okkar samfélag sem og heimssamfélagið allt þá megum við ekki gleyma að rækta okkur og samböndin okkar. Við megum skemmta okkur þó það sé eldgos og stríð. Við megum finna fyrir gleði og ást og eigum að gera það sem mest. Fallegir hlutir gerast út frá fallegri líðan. Við getum ekki alltaf tekið á okkur ábyrgð alls þess slæma sem er að gerast í heiminum. Stundum þurfum við bara að elska og vera elskuð í okkar nærumhverfi. Þetta eru danspartýin fyrir okkur. Lítill vettvangur og tilefni til að njóta félagsskaps hvers annars í nafni dansgleði og kærleika,“ segir þau Anna og Friðrik Agni.

„Við opnum húsið kl. 20:00, spilum góða 50’s tónlist, spjöllum og svo skellum við okkur af stað í dans og söng og ætlum einnig að draga út nokkra flotta happdrættisvinninga í lok kvölds. Þetta verður skemmtileg kvöldstund fyrir alla – en komið tilbúin til þess að dansa.“

Allir eru velkomnir og sjá má viðburð á Facebook hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“