Jack Greallish hefur fjárfest í hundi sem á að verna hann og fjölskyldu sína, þetta gerir hann eftir innbrot á heimili hans á dögunum.
Hundurinn er af gerðinni Belgian Malinois og er flokkaður sem varðhundur af enskum blöðum.
Glæpagengi sem rændi Grealish leikmann Manchester City á dögunum er talinn bera ábyrgð á fjölda innbrota á heimili knattspyrnumanna. Eru þeir sagðir hafa farið inn til Alex Oxlade-Chamberlain, fyrrum leikmanns Liverpool og fleiri.
Svala innbrotsþjófarnir er nafnið sem gengið er kallað, þeir mæta á vettvang með stiga og setja hann upp að svölum sem eru við svefnherbergi.
Innbrotið hjá Grealish átti sér stað á meðan hann var að keppa með City en þjófarnir náðu að ræna hlutum sem metnir eru á 170 milljónir króna.