fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Lögreglumaður stundaði kynlíf með „drukkinni og viðkvæmri“ konu

Pressan
Föstudaginn 9. febrúar 2024 22:30

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma að morgni dag einn í desember 2021 fór Jordan Masterson, 28 ára lögreglunemi, á heimili eitt í Cheshire á Englandi. Þaðan hafði kona hringt og tilkynnt um heimilisófrið.

Konan var undir áhrifum áfengis og í tilfinningalegu uppnámi þegar Masterson kom heim til hennar. Börn hennar voru heima.

Sky News segir að þegar konan bar vitni fyrir rétti, þar sem hún sat bak við skerm svo viðstaddir gætu ekki séð hana, sagði hún að „andrúmsloftið hafi breyst“ þegar Masterson snerti hönd hennar.

„Hvernig gerðist þetta? Hvernig getur það gerst að maður hringi í lögregluna sem endar með að notfæra sér þig þegar þú ert drukkin og viðkvæm?“ sagði hún.

Í fyrstu sagði hún lögreglunni að henni hefði verið nauðgað en síðar breytti hún framburði sínum og sagðist hafa viljað stunda kynlíf.

Þegar hún var spurð fyrir dómi af hverju hún hefði í upphafi sagt að um nauðgun hefði verið að ræða, sagði hún: „Það er orðið sem lýsir því hvernig mér leið. Mér fannst sem brotið hefði verið á mér.“

Masterson slökkti á búkmyndavél sinni í um 15 mínútur eftir að hann kom heim til konunnar. Hann sagði fyrir rétti að konan hefði snert hönd hans og hafi farið út úr herberginu á meðan hann talaði í talstöðina. Hún hafi síðan komið aftur, allsnakin.

Masterson, sem hætti störfum hjá lögreglunni af sjálfsdáðum sumarið 2022, sagðist „ekki hafa hugsað neitt“ á meðan þau stunduðu kynlíf.

Þegar hann var yfirheyrður af lögreglunni sagði hann að konan hefði átt frumkvæðið að kynmökunum.

Masterson var fundinn sekur um misferli í starfi. Dómari kveður upp refsingu hans síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?