fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Knattspyrnuhjónin selja í Breiðási – „Algjörlega frábær íbúð fyrir vísitölufjölskyldur”

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuhjónin Baldur Sigurðsson og Pála Marie Einarsdóttir hafa sett íbúð sína við Breiðás í Garðabæ á sölu. Pála Marie er margfaldur Íslandsmeistari með Val en hún lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir höfuðhögg og Baldur hefur einnig unnið nokkra titla með KR.

„Þá er elsku Breiðásinn okkar kominn á sölu þar sem við þurfum að stækka við okkur. Algjörlega frábær íbúð fyrir vísitölufjölskyldur. Stór garður (sem hefur fengið mikla ást) með palli, körfuboltavelli og stórri lóð að aftan. Ég vil svo ekki minnast á bílskúrinn þar sem ég er strax farinn að kvíða skilnaðinum við hann, en hann er tilbúinn í annað samband,“ segir Baldur í færslu á Facebook.

Íbúðin er 199,1 fm á efri hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1959. Ásett verð er 113,9 milljónir króna.

Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu/borðstofu, hjónaherbergi með útgengi á svalir, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Háaloft er yfir íbúðinni. Bílskúr var áður nýttur sem studioíbúð og auðvelt að breyta því þannig aftur. Rafmagn í bílskúrshurð. Inn af bílskúr er rúmgott baðherbergi með klósetti, vaski og sturtuklefa. Inn af bílskúr er líka hrátt rými, (sem kallað er hellirinn.) 

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“