fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Stíft fundað í Reykjanesbæ – Mögulegt að það þurfi að loka starfsstöðvum – Mikið frost í kortunum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 12:04

Staðan lítur ekki vel út í augnablikinu fyrir Suðurnesin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundað er stíft í Reykjanesbæ vegna þeirrar stöðu sem er að teiknast upp vegna eldgossins norðan við Grindavík. Það er að hraun gæti runnið yfir og skemmt heitavatnslögnina til Suðurnesja og heitavatnslaust orðið á öllu svæðinu.

„Við erum að fylgjast með stöðunni eins og aðrir. Aðgerðarstjórn verið að störfum síðan þessi atburður hófst og við erum að virkja okkar eigin neyðarstjórn sem mun koma til með að halda utan um upplýsingagjöf til íbúa og starfsfólks,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Þegar þessi frétt er skrifuð er fundur með Almannavörnum í gangi og Reykjanesbær með sinn fulltrúa inni á honum. Hann upplýsir bæjaryfirvöld samstundis eftir því sem fram vindur. Bæjarstjórn kemur síðan þeim upplýsingum áfram til íbúa, sem og aðrar mikilvægar upplýsingar eins og frá Veitum.

Halldóra segir að viðbragðsáætlanir séu í gildi fyrir hvað sem getur komið upp. Þær séu einnig uppfærðar eftir því sem þurfa þykir.

Sjá einnig:

Hraun komið yfir Grindavíkurveg:Möguleiki á að ekkert heitt vatn verði á Suðurnesjum í dag – Almannavarnir á hættustig

Verið er að reyna að verja lögnina með því að moka yfir hana sandi þannig að hraunið flæði vonandi yfir hana ef það kemst svo langt. Þá er einnig verið að vinna að hjálögn til að tryggja flæðið.

Búist við miklu frosti

Páll Erland forstjóri Veitna hefur lýst því yfir að hugsanlegt sé að heitavatnslaust verði á Suðurnesjum í einn eða tvo sólarhringa.

Hafa ber þó í huga að samkvæmt veðurspá er áfram búist við miklu frosti bæði í nótt og á morgun, allt að 11 gráðum í Reykjanesbæ klukkan 7:00 í fyrramálið. DV hefur upplýsingar um að íbúar í Reykjanesbæ séu sumir þegar farnir heim til að hlúa að húsum sínum í ljósi yfirvofandi hættu.

„Ja, hvenær er góður tími til að missa heitt vatn úr húsum,“ segir Halldóra aðspurð um hvort að þessi vá sé ekki að koma á versta tíma. „Við sendum upplýsingar til íbúa um hvernig best sé að bera sig að til að halda varma á húsum. Síðan verðum við að skoða það með stofnununum okkar hvort það tekst að halda starfseminni gangandi og hvaða ráðstafanir þurfi að gera.“

Hugsanlegt er að það þurfi að loka einhverjum starfsstöðvum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt