fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Tók lögin í eigin hendur og þóttist vera barn á netinu til að lokka fram barnaníðing – Nú er hann ákærður fyrir morð

Pressan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega koma upp mál þar sem sjálfskipaðar tálbeitur beita sér fyrir því að afhjúpa barnaníðinga. Er hér vísað til tilfella þar sem óbreyttir borgarar taka að sér tálbeituaðgerðir, en um slíkar aðgerðir eru gerð ströng skilyrði fyrir í lögum og reglum. Veigamesta skilyrðið er að slíkar aðgerðir eru aðeins á færi þeirra sem fara með lögregluvald. Sjálfskipaðar tálbeitur afla gjarnan sönnunargagna sem eru svo afhent lögreglu en eins og sást í Kompás-málunum þá metur dómari slík gögn ólögmæt, sem getur þá leitt til þess að sakborningar eru sýknaðir.

Tálbeitumál er komið upp í Texas í Bandaríkjunum en það hefur ekki leitt til þess að meintur barnaníðingur hljóti ákæru, heldur hefur tálbeitan, karlmaðurinn James Spencer III, verið ákærður fyrir morð.

Það mun hafa verið í maí á síðasta ári sem Spencer myrti 37-ára karlmann að yfirlögðu ráði. Hann skaut Sean Connery Showers til bana með slíkum hætti að yfirvöld hafa líkt því við aftöku. Við rannsókn kom á daginn að Spencer hafði villt á sér heimildir á netinu þar sem hann þóttist vera ólögráða barn. Reyndi hann í því yfirskyni að freista Showers, sem hann taldi vera barnaníðing, til að koma til fundar við sig gegn loforði um kynferðislega greiða. Þegar Showers kom akandi til fundar við það sem hann taldi vera barn, hitti hann í staðinn Spencer sem skaut hann og flúði svo af vettvangi.

Showers hafði árið 2009 játað á sig vörslur á barnaníðsefni. Var hann í kjölfarið dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir að vanrækja skyldu sína til að skrá sig á lista yfir kynferðisafbrotamenn í heimabæ sínum.

Spencer hafi ekki afborið tilhugsunina um að barnaníðingur gengi laus í nágrenni hans. Því hafi hann ákveðið að losa sig við ógnina. Saksóknari í málinu segir að hér þurfi fólk að horfa framhjá því hvort hinn látni sé viðkunnanlegur eða ekki. Horfa þurfi á atvik máls og þau séu blákalt að hér var framið morð.

„Til að vera hreinskilinn þá var þetta hrein og bein aftaka. Hann beitti sér gegn tilteknum manni, bókaði með honum fund, vissi hvar maðurinn yrði og notaði þær upplýsingar til að skjóta hann ítrekað og hélt svo bara heim eins og ekkert væri eðlilegra.“

Spencer mun hafa sagt við vitni í málinu að lögreglan væri ekki að standa sig í að verja börnin. Ekki væri nægjanlega tryggt að barnaníðingar afpláni dóma sína og þyrfti Spencer því að taka lögin í eigin hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?