fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kokkurinn Theodór Páll dæmdur í sjö ára fangelsi – Ungar stúlkur í viðkvæmri stöðu voru skotmörk hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur matreiðslumaður, Theodór Páll Theodórsson, hefur verið dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara, en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Var dómurinn kveðinn upp þann 12. janúar síðastliðinn.

DV greindi ítarlega frá málum Theodórs í nóvember á síðasta ári. Var hann ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af voru mörg þeirra gegn tveimur 14 ára stúlkum. Hann var einnig ákærður fyrir vændiskaup af konum yfir lögaldri. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Theodór kom fram að brot hans beindust gegn mjög ungum stúlkum í viðkvæmri stöðu en stúlkurnar voru báðar virkar í áfengisneyslu. Hann seldi áfengi í gegnum Snapchat og tældi þær til að hitta sig í gegnum þau samskipti. Greiddi hann þeim fyrir kynlíf með áfengi og reiðufé. Í úrskurðinum kemur fram að framburður stúlknanna hjá lögreglu hafi verið mjög trúverðugur og studdur gögnum út t.d. öryggismyndavélum. Einnig fundust lífsýni af stúlkunum í bíl hans sem studdu framburð þeirra um að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega.

Sjá einnig: Meintur barnaníðingur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember – Seldi áfengi í gegnum Snapchat og tældi ungar stúlkur þar

DV greindi einnig frá því að Theodór væri sakaður um fleiri kynferðisbrot en þau sem voru til umfjöllunar í réttarhöldunum við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann var meðal annars kærður fyrir brot gegn grunnskólanemanda í í skóla á Norðurlandi þar sem hann starfaði sem matreiðslumaður í mötuneyti skólans. Átti það atvik sér stað árið 2021 og er enn til rannsóknar, en brotin sem Theodór var dæmdur fyrir í janúar voru framin sumarið 2023.

Sjá einnig: Myrkur ferill kokksins Theodórs Páls – Vændiskona lýsir kynnum sínum af honum

Theodór Páll, sem er þrítugur að aldri, hefur undanfarin ár starfað sem matreiðslumaður á ýmsum þekktum veitingastöðum. Hann hefur einnig skrifað fjölmargar greinar um matreiðslu og veitingahús á vefnum Veitingageirinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur verður dómurinn yfir Theodór birtur bráðlega og mun DV fjalla nánar um hann síðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti