fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Myrtur af sínum eigin föður áður en hann þurfti að svara til saka fyrir banaslys – Nú fá þolendur loks réttlæti

Pressan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að fyrrum lögmaðurinn Alex Murdaugh sé nú kominn á bak við lás og slá fyrir að hafa banað eiginkonu sinni og syni, þótti mörgum það ekki nægilega snyrtilegur endir á sögu umdeildu Murdaugh fjölskyldunnar. Einkum þar sem sonurinn, Paul Murdaugh, hafði valdið árið 2019 borið ábyrgð á andláti hinar ungu Mallory Beach er hann sigldi vélbát undir áhrifum.

Þú gætir misst allt

Nú hefur dómari úrskurðað að 29 prósent af eignum Alex skuli renna til fjölskyldu Mallory. Lögmaður fjölskyldunnar segir að vissulega sé það ágæt niðurstaða, en það hafi þó aldrei staðið fjölskyldunni fyrir augum að heimta peninga á grundvelli andláts Mallory heldur að draga þá sem áttu sök á því til ábyrgðar. Þetta væri spurning um fordæmi svo að næsti auðmaður sem íhugar að leyfa barni sínu að lifa á ystu nöf og stunda áhættuhegðun á borð við að aka eða sigla undir áhrifum, hugsi sig um tvisvar. Það þurfi að vera fjárhagslegir hagsmunir í húfi svo betur megi fara.

„Þú getur misst allt þitt, allar eignir, því hræðilegir hlutir eiga sér stað þegar börn mega drekka og aka. Þau finna huggun í þessu, en ekki í þeirri prósentum sem þeim voru dæmdar.“

11 prósent eigna munu renna til Morgan Doughty. Hún var kærasta Paul þegar slysið átti sér stað og hlaut töluverða áverka. Annar farþegi, Miley Altman fær svo 5 prósent. Eignirnar samanstanda af andvirði fasteigna og innbús sem og eftirlaunasjóði Alex.

Lögmaður Beach-fjölskyldunnar segir mikilvægt að kröfur þeirra fengu greiða göngu í gegnum réttarkerfið enda hafi aðstandendur Alex lagt mikið á sig að skjóta eignum undan kröfuhöfum.

Dularfull andlát í kringum Murdaugh-fjölskylduna

Fjallað var ítarlega um sögu Murdaugh fjölskyldunnar í heimildarþáttunum Murdaugh Murders: A Southern Scandal, eða Murdaugh morðin: skandall að sunnan. Þar röktu ungmennin sem lifðu af örlagaríku bátsferðina hvernig Paul heimtaði að sigla bátnum þrátt fyrir að hafa drukkið og hvernig fjölskylda hans greip með hraði inn í aðstæður til að hylma yfir með honum. Paul neitaði því að hafa verið við stýrið, en áverkar á hinum farþegunum sýndu svo ekki yrðu um villst að hann var sá eini sem kæmi til greina. Þegar hann gekkst loks undir blóðrannsókn, mörgum klukkustundum eftir slysið, mældist hann enn með þrefalt hámark áfengis í blóði sem sýndi að í slysinu hafi hann verið sótölvaður. Hann var svo ákærður fyrir að sigla undir áhrifum með þeim afleiðingum að manntjón varð af. Hann var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald, en áður en málið var dómtekið var það fellt niður eftir að Paul og móðir hans fundust skotin til bana við veiðikofa fjölskyldunnar.

Það var faðir Paul sem tilkynnti morðin til lögreglu. Sagðist hann hafa komið að kofanum eftir að hafa heimsótt móður sína sem er með elliglöp. Síðar átti þó eftir að koma í ljós að farsímagögn sýndu að hann var við kofan þegar morðin áttu sér stað. Eins hafði hann viljandi komið því til leiðar að kona hans var á svæðinu. Henni hafi grunað að eitthvað væri ekki með felldu og sendi á vin sinn að Alex hafi hljómað undarlega og líklega vakti eitthvað fyrir honum. Eins og áður segir hefur Alex verið sakfelldur fyrir að hafa banað konu sinni og Paul, en eins hefur hann verið sakfelldur fyrir fjársvik og þar að auki er talið grunsamlegt  hversu margir hafa týnt lífinu langt fyrir aldur fram í kringum Murdaugh-fjölskylduna í gegnum árin. Ein þeirra var húshjálp hans til margra ára, Gloria Satterfield, sem lést eftir að hafa fallið niður stiga á heimili Murdaugh-fjölskyldunnar. Andlátið var ekki tilkynnt til réttameinalæknis og engin krufning fór fram. Athygli hefur verið vakin á því að í dánarvottorði er andlátið skráð sem andlát af „náttúrulegum orsökum“.

Gloria var líftryggð og áttu synir hennar að fá hundruð milljóna greiddar frá tryggingafélaginu. Alex tók að sér milligöngu í málinu, en synirnir áttu svo ekki eftir sjá krónu af þessum peningum þar sem Alex stakk þeim í eigin vasa. Alex hefur játað á sig fjárdráttinn og fékk þar með 27 ára fangelsi til viðbótar við lífstíðardóminn fyrir morðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“