fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fókus

Ef þú gengur ennþá um með þetta í vasanum þá ertu miðaldra

Fókus
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 12:20

Er þetta rétt hjá henni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki svo langt síðan seðlaveski var staðalbúnaður og gengu flestir með slíkt veski á sér, annað hvort í vasanum eða handtöskunni. En nú er það merki um að þú sért að verða miðaldra samkvæmt ungu kynslóðinni.

Samkvæmt svonefndri Z kynslóðinni er ekki töff lengur að ganga um með seðlaveski. Þrítuga móðirin Liz June vakti athygli á þessu á TikTok.

„Aðrir meðlimir þúsaldarkynslóðarinnar (e. millenials) [takið eftir], það er komin ný leið fyrir okkur til að virka miðaldra, með því að ganga um með seðlaveski. Z kynslóðin notar símann sinn sem veskið sitt. Þau eru með peninginn og skilríki í símanum.“

Myndband June hefur vakið gríðarlega athygli og takast netverjar á um málið.

„Þú mátt kalla mig miðaldra en hvað ætlarðu að gera þegar síminn þinn verður batteríslaus,“ sagði einn netverji.

„Ekki hlusta á þetta rugl. Eftir tvö ár verða þau öll komin með veski og láta eins og þetta sé einhver nýjasta tíska sem allir verða að eignast,“ sagði annar.

@liz.june I’ll be keeping my side part, emojis, and wallet – for now at least. #millennials #millennialmom #millennialsoftiktok #30somethingsoftiktok #30something ♬ original sound – Liz June | Boy Mom-To-Be

Hvað segja lesendur, er seðlaveski merki um hækkandi aldur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eistun tryggð fyrir milljarð

Eistun tryggð fyrir milljarð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birta skuggalegt myndband af akstri á gosslóðum

Birta skuggalegt myndband af akstri á gosslóðum