fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Íslandsferðin súrnaði þegar easyjet skildi ferðamenn eftir farangurslausa á Keflavíkurflugvelli

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn sem flugu til Íslands með EasyJet frá Manchester í Bretlandi nýlega voru ekki hressir með flugfélagið eftir að þeir komumst að því að þeir stóðu uppi á Keflavíkurflugvelli aðeins með fötin sem þeir voru í og handfarangurinn í sjö stiga frosti. Ástæðan? Jú flugstjórinn flaug aftur heim til Manchester með farangur allra farþega enn um borð.

Einn farþeganna, Helen Carr, frá Urmston í Trafford, sagði að farþegar flugsins hafi verið tilneyddir til að versla sér fatnað og fleira á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll.

Carr ætlaði aldeilis að dekra við kærastann, Rick Marsh, og bjóða honum upp á langa rómantískra helgi á Íslandi í tilefni 41 árs afmælis hans. Það var langþráður draumur hans að sjá norðurljósin og vonuðust þau til að sjá þau, en Carr segir að vegna farangursleysisins hafi þau neyðst til að hætta við fyrirhugaðar skoðunarferðir.

Allir í H&M

Í viðtali við Manchester Evening News segir hún að þau hafi þurft að kaupa sokka og nærföt og „eitthvað vatnsheldara en gallabuxur“. „H&M í miðbæ Reykjavíkur er að stórgræða. Þetta er eina fatabúðin sem er opin og aðstoðarmaðurinn var að segja okkur að hann hafi bara afgreitt Breta sem eru án farangurs síns. Sem betur fer erum við í almennilegum skóm. Það var kona á flugvellinum sem var bara í sokkum og Crocs. Ein stúlka var í leggings og skóm vegna þess að hún hefur ekki peninga til að kaupa neitt hér.“

EasyJet gaf það út að ekki hefði tekist að fjarlægja farangurinn á öruggan hátt úr fluginu, vegna „ofsaveðurs“ – nefnilega hvassviðris. Talsmaður easyJet sagði að mikill vindur væri „yfir hámarksmörkin sem krafist er fyrir örugga notkun“. Flogið var með farangurinn aftur til Keflavíkur degi síðar.

Lögregla kom um borð og sátu föst í vélinni í tvo tíma

EasyJet vélin flaug frá Manchester-flugvelli klukkan 17:35 föstudaginn 2. febrúar og segir Carr að vélin hafi verið næstum full. Flugvélin lenti í Keflavík um klukkan 20.45 og þá hófust vandræðin að hennar sögn.

„Fyrst kom lögreglan um borð, við teljum að það hafi verið vegna ofurölvi farþega. Svo var okkur haldið í vélinni í tæpa tvo tíma því öll hlið voru full af vélum þarf sem flugi hafði verið aflýst, svo það var hvergi hægt að leggja vélinni. Að lokum tókst þeim að finna stað til að leggja en án loftbrýr, svo við þurftum að bíða eftir tröppum og rútum.“

Farþegarnir komust síðan loksins að farangurshliðinu. „Þegar við loksins komumst þangað biðum við í klukkutíma eftir að að okkur var tilkynnt um klukkan 01:45 að flugmaðurinn hefði ákveðið að snúa aftur til Manchester með farangur okkar allra. Þannig að það voru hundruðir farþega, í skítakulda, með bara fötin sem þeir ferðuðust í. Áætlanir margra algjörlega eyðilagðar og ekki einn fulltrúi frá easyJet hefur talað við neinn.

Þó að ég skilji að veðrið sé ekki hægt að hjálpa, gæti easyJet reynt að koma fram við farþega sína eins og manneskjur og átt samskipti við okkur. Allt sem við höfum fengið er tölvupóstur sem staðfestir seinkun á farangri. Tölvupósturinn veitir ekki einu sinni ráðleggingar um hvenær við megum eiga von á farangrinum. Við komum hingað til að halda upp á afmæli kærasta míns og uppfylla ósk hans um að sjá norðurljósin. Ég er ekki viss um hvernig við eigum að gera það núna í gallabuxum og skóm?“ segir Carr.

Bendir hún á að ef flugvélin er full af farangri hennar og ferðafélaga hennar, þá hafi aðrir farþegar flogið þangað án síns farangurs. Og svo koll af kolli. „Ég veit bara ekki hvernig þeir halda að þeir komist upp með að koma svona fram við fólk.“

Að hennar sögn kostaði flugið og hótelið rúmlega 850 pund og þau eyddu 500 pundum til viðbótar í skoðunarferðir. Hún segir easyJet hafa boðið þeim bætur upp á 25 pund á dag til að bæta upp fataleysið. „Þetta er brandari.“

„Það var ringulreið á flugvellinum. Það versta er samskiptaleysið frá easyJet. Enn í morgun [laugardag] hefur enginn verið í sambandi. Það er heldur ekkert raunverulegt fólk til að tala við á easyJet, bara spjallmenni sem svara stöðluðum svörum.

Parið flaug heim á mánudagsmorgun og segir Carr að þau hafi ákveðið að gera eins gott úr ferðinni og hægt var, þó þau séu ekki sátt við framkomu flugfélagsins.

easyJet gaf út að farangrinum yrði skilað á laugardag, en Carr sagði við Manchester Evening News á sunnudagsmorgun: „Við gerum það besta úr þessu, mjög kaldir fætur þar sem almennileg stígvél, hituð innlegg og hitasokkar eru í töskunni. Við fengum tölvupóst um að farangurinn verði kominn um hádegi, sem við svöruðum að væri of seint til að nýtast okkur. Ekkert svar við þeim tölvupósti og ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“

Fleiri farþegar hafa kvartað yfir farangursleysinu á samfélagsmiðlum.

Flugfélagið gaf loks út yfirlýsingu

Í yfirlýsingu easyJet sagði: „Við getum staðfest að nokkur flug til og frá Keflavík 2. febrúar urðu fyrir truflunum vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Íslandi. Því miður, vegna veðurs, tókst starfsfólki okkar niðri ekki að koma viðskiptavinum frá borði á öruggan hátt og við biðjumst velvirðingar á því að viðskiptavinir hafi verið um borð í nokkurn tíma áður en þeir gátu örugglega yfirgefið flugvélina. Vegna hvassviðris yfir hámarksmörkum sem krafist er fyrir örugga notkun varð farangur að vera áfram um borð og var hann fluttur aftur til Keflavíkurflugvallar daginn eftir þar sem allir viðskiptavinir gátu sótt hann. Við viljum þakka farþegum fyrir skilninginn og biðjumst velvirðingar á hvers kyns óþægindum af völdum veðurs. Öryggi og velferð farþega okkar og áhafnar er alltaf forgangsverkefni easyJet.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu