fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Hefur umbreytt leik nýliðanna og er farinn að valda landsliðsþjálfaranum höfuðverk

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 15:00

Barkley fagnar marki sínu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferill Ross Barkley virtist vera á leiðinni í hundana eftir fjögurra ára eyðimerkur göngu hjá Chelsea, árin 2018-2022. Eftir ársdvöl hjá franska úrvalsdeildarliðinu Nice í fyrra, þar sem hann var aðallega notaður sem varamaður, samdi hann við Luton fyrir þetta tímabil án þess að það hafi vakið einhverja sérstaka athygli.

Barkley, sem er þrítugur að aldri, fór rólega af stað en hefur vaxið með hverjum leik og er nú farinn að stjórna spili nýliðanna eins og herforingi. Í raun hefur hann umbreytt leik Luton og gert það að verkum að aðdáendur liðsins eru farnir að vera vongóðir um að liðið haldi sér í deild þeirra bestu.

Barkley hefur spilað 15 leiki í úrvalsdeildinni á tímabilinu og þrjá í bikarkeppninni.  Hefur hann skorað hefur í þeim leikjum þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar.

Hann er þegar kominn í umræðuna sem ein af kaupum tímabilsins, meðal annars hjá álitsgjafanum Paul Merson, og nú eru farnar að heyrast háværar raddir um að hann gæti verið valkostur fyrir Gareth Southgate á miðju enska landsliðsins.

Robb Edwards, þjálfari Luton, var spurður út í þá orðróma eftir stórkostlegt 4-4 jafntefli liðsins gegn Newcastle en hann brást við með varfærnum hætti. „Ég vil ekki búa til einhverjar stórar fyrirsagnir. Gareth er fær í sínu starfi og hann þekkir liðið betur en ég. Eina sem ég veit er að ég elska Ross og hann er að spila frábærlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur