fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Facebook varar fjárfesta við hegðun Zuckerberg

Pressan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 16:30

Mark Zuckerberg Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meta, sem á samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, hefur sent út aðvörun til hlutafjáreigenda um hegðun Mark Zuckerberg sem stofnaði Facebook og er einn stærsti hluthafinn í Meta.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu sem var send til bandaríska fjármálaeftirlitsins. Dpa skýrir frá þessu og segir að í tilkynningunni komi fram að Zuckerberg stundi bardagaíþróttir og það hafi í för með sér hættu á „alvarlegum meiðslum og dauða“.

Einnig segir að ef Zuckerberg þurfi að fara í veikindaleyfi vegna meiðsla, geti það haft afleiðingar á rekstur Meta.

Zuckerberg gekkst undir aðgerð á hné á síðasta ári eftir að hafa slitið krossband þegar hann var að undirbúa sig undir bardaga.

Dpa segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Meta gerir fjárfestum viðvart um áhugamál forstjórans.

Zuckerberg er bæði forstjóri og stjórnarformaður Meta sem var stofnað undir nafni Facebook fyrir 20 árum. Hann á undir 50% hlut í félaginu en er samt sem áður ráðandi innan þess því hlutabréfum hans fylgir meiri atkvæðisréttur en hlutabréfum annarra fjárfesta.

Í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri Meta fyrir fjórða ársfjórðung 2023 kemur fram að hagnaður félagsins hafi verið 14 milljarðar dollara og veltan 40,1 milljarður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?