fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Z kynslóðin deilir uppsögnum á TikTok – Þetta er ástæðan

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2024 21:00

Brittany Pietsch

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok myndbönd undir myllumerkinu „uppsagnir“ hafa fengið meira en 300 milljón áhorfa, en þar birta notendur myndbönd af sér þegar þeir eru reknir.  Um 20 þúsund notendur miðilsins af svonefndri Z kynslóð (e. Gen Z) hafa tekið þátt í þessu trendi sem felst oftast í því að deila myndböndum af því að vera sagt upp störfum í fjarvinnu, oft heima hjá sér. Z kynslóðin eru einstaklingar fæddir á árunum 1995 til 2012.

Brittany Pietsch, sem starfaði sem endurskoðandi hjá Cloudflare, birti myndband af sér þegar hún var rekin í gegnum Zoom símtal. Myndbandið er níu mínútur að lengd og er með yfir tvær milljónir áhorfa. Pietsch birti myndbandið með fyrirsögninni: „Þegar þú veist að er verið að fara að reka þig þannig að þú tekur uppsögnina upp.“ Í myndbandinu fær Pietsch að heyra það frá tveimur starfsmönnum mannauðsdeildarinnar að henni hafi „mistekist að standast væntingar um frammistöðu.“

@brittanypeachhh Original creator reposting: brittany peach cloudflare layoff. When you know you’re about to get laid off so you film it 🙂 this was traumatizing honestly lmao #cloudflare #techlayoffs #tech #layoff ♬ original sound – Brittany Pietsch

Pietsch ver starf sitt og minnir forsvarsmenn fyrirtækisins, sem hún hafði aldrei hitt, á jákvæð viðbrögð sem hún hafði fengið og krafðist fleiri svara um hvers vegna henni væri sagt upp störfum. Fjölmargar athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndbandið þar sem notendur lýsa yfir stuðningi við Pietsch og margir skrifa að þeir vildu að þeir hefðu svarað uppsögninni með sama hætti og hún.

Forstjóri fyrirtækisins miður sín yfir uppsögninni

Forstjóri Cloudflare, Matthew Prince, svaraði myndbandinu á Twitter og sagðist miður sín vegna þess. „Það tók á að horfa á myndbandið. Stjórnendur ættu alltaf að vera með í uppsagnarferli. Mannauðsfulltrúar ættu að taka þátt, en það ætti ekki að vera útvistað til þeirra. Það á ekki að koma neinum starfsmanni á óvart með því að segja að hann hafi ekki staðið sig í starfi.“

Pietsch deildi frekari upplýsingum á LinkedIn þar sem hún skrifaði: „Sá mikli stuðningur sem ég hef fengið hefur endurheimt trú mína á fyrirtækjaheiminum. Algengustu skilaboðin sem ég fæ eru hins vegar hversu margir hafa upplifað eitthvað svipað og ég. Köld uppsögn án nokkurra útskýringa frá fólki sem það hefur aldrei hitt, jafnvel eftir margra ára starf hjá viðkomandi fyrirtæki. Það er gert ráð fyrir að við sem starfsmenn segjum upp með samningsbundnum fyrirvara en samt eigum við ekki skilið smá virðingu þegar hlutverkunum er snúið við og okkur sagt upp?“

Pietsch fékk athugasemdir um að nú væri hún ekki álitlegur starfsmaður í leit að næsta starfi, þar sem hún væri búin að opinbera sig sem „erfiða“ með að birta myndbandið.

„Fyrirtæki sem myndi ekki vilja ráða mig vegna þess að ég deildi myndbandi af því hvernig fyrirtæki rak mig eða vegna þess að ég spurði spurninga um hvers vegna ég væri rekin er fyrirtæki sem ég myndi aldrei nokkurn tíma vilja vinna hjá hvort eð er. Ef ég stend ekki upp fyrir sjálfa mig, hver mun þá gera það?“

Stofnandi ráðningarstofu mælir ekki með þessu trendi

Victoria McLean, stofnandi ráðningarstofunnar City CV telur að Pietsch hafi ekki átt að taka upp og deila myndbandinu og varar McLean fólk við að taka þátt í „neikvæðu“ bylgjunni.

„Ég held að þessi þróun endurspegli víðtækari breytingu í átt að gagnsæi og áreiðanleika á stafrænni öld. Og hvernig það er mjög algengt þessa dagana að deila eða ofdeila öllum þáttum lífs þíns. Samfélagsmiðlar snúast um að deila persónulegum áföngum og ég held að sumt ungt fólk líti ekki öðrum augum á ráðningar og uppsagnir. Ég held líka að þetta  endurspegli þá staðreynd að þeim finnst samfélagsmiðlar vera vettvangur til að leita stuðnings annarra. Auðvitað getur þetta líka haft neikvæð áhrif þar sem margir eru ósammála því að svona hlutir eigi að vera opinberir og láta skoðanir sínar í ljós í athugasemdum.“, segir hún.

Victoria McLean

„Mér líkar reyndar ekki við þessa þróun, ég held að ráðningar og uppsagnir séu mjög mikil upplifun vinnuveitenda og starfsmanna í hverju og einu máli, og þú getur einfaldlega ekki séð allar hliðar og baksöguna út frá einu myndbandi. Sá sem tekur upp myndbandið mun alltaf leitast eftir að sýna bestu hliðina á sjálfum sér.“

Hún bendir einnig á að þegar leitað er að næsta starfi geti ráðningarskrifstofur og mannauðsdeildir skoðað samfélagsmiðla umsækjenda. Hafi umsækjandi birt myndband sambærilegu því sem Pietsch birti geti það fengið viðkomandi til að hugsa sem svo að umsækjandinn muni ekki tolla vel í starfinu.

„Þetta er lína sem ég held við ættum ekki að fara yfir. Það ætti að gæta þagnarskyldu og virðingar í svona málum. Það er líka algjör trúnaðarbrestur þegar einhver tekur þig upp án þinnar vitundar, alveg sama í hvaða samhengi það er gert, og sérstaklega þegar viðkomandi er aðeins að sinna vinnunni sinni. Sá sem tekur upp og deilir slíku myndbandi gæti einnig verið að deila einhverju sem hann er bundinn þagnarskyldu um samkvæmt ráðningarsamningi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað