fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Varpa ljósi á líf Elisabeth Fritzl í dag – Gekk í hjónaband með lífverðinum sínum

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elisabeth Fritzl, sem haldið var fanginni í dýflissu á heimili sínu í 24 ár, er í dag búsett skammt frá heimabæ sínum Amstetten og í hjónabandi með manninum sem gætti hennar eftir að hún losnaði úr prísundinni árið 2008.

Mail Online varpaði ljósi á líf Elisabeth í dag en greint hefur verið frá því að faðir hennar, Josef Fritzl, verði senn veitt reynslulausn eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2009.

Elisabeth var misnotuð ítrekað af föður sínum og leiddi misnotkunin til þess að hún fæddi sjö börn í kjallaranum og af þeim lifðu sex. Josef Fritzl er orðinn 88 ára og hefur verið greint frá því að hann glími við elliglöp. Var hann af þeim sökum færður í annað fangelsi á dögunum sem var talið fyrsta skref hans í átt að reynslulausn.

Elisabeth fékk nýtt nafn eftir að hún losnaði úr vítisvistinni í kjallaranum og naut hún aðstoðar lífvarðar sem gætti öryggis hennar eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Elisabeth, sem í dag er 56 ára, hafi gengið í hjónaband með lífverðinum og saman eigi þau hús á tveimur hæðum sem er í um hálftíma fjarlægð frá æskuheimili hennar í Amstetten. Lífvörðurinn, Thomas Wagner, er 23 árum yngri en hún og eru þau sögð hafa gengið í hjónaband árið 2019.

Húsið er afgirt og fylgjast öryggismyndavélar með því að enginn fari óboðinn inn á lóðina. Handan götunnar býr dóttir hennar, Kerstin. Elsti bróðir Elisabeth, Harald, er einnig búsettur á svæðinu.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að heimamenn virði einkalíf fjölskyldunnar og Elisabeth sé ekkert frábrugðin öðrum íbúum. „Það vita allir söguna hennar en það talar enginn um hana – þau hófu nýtt líf og fólk virðir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera