fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Móðir Briönnu vill að börnum verði bannað að nota samfélagsmiðla

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 11:30

Brianna með móður sinni, Esther.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Esther Ghey, móðir hinnar sextán ára gömlu Briönnu Ghey, sem var myrt á hrottalegan hátt af tveimur jafnöldrum sínum í febrúar í fyrra, hefur kallað eftir því að róttækar breytingar verði gerðar varðandi aðgang barna að samfélagsmiðlum.

Brianna var stungin 28 sinnum af Scarlett Jenkinson og Eddie Ratcliffe sem á dögunum voru dæmd í lífstíðarfangelsi.

Málið hlaut mikla umfjöllun í Bretlandi en við meðferð málsins fyrir dómstólum kom í ljós að Scarlett og Eddie voru tíðir gestir á vefsíðum myrkranetsins þar sem morð og pyntingar voru meðal efnis sem þau skoðuðu.

Sjá einnig: Unglingarnir sem myrtu Brianna Ghey loks afhúpaðir, en hvað vakti fyrir þeim? – Heimsóknir í „rauð herbergi“ á myrkranetinu sögð hafa kveikt kvalalosta

Sagði sálfræðingur að ungmennin tvö, á mótunaraldri, hefði orðið fyrir óhjákvæmilegum skaða sem kveikti myrkar kenndir þeirra. Þá spilaði það inn í að Brianna var trans barn og hafði Eddie ítrekað kallað Briönnu „það“ og „stelpustrák“.

Esther ræddi málið við BBC um helgina og segir hún að gera þurfi róttækar breytingar á aðgengi ungmenna að samfélagsmiðlum. Vill hún að sett verði í lög að ekki megi selja börnum undir 16 ára síma sem innihalda samfélagsmiðlaforrit. Þá vill hún að vafasöm leitarorð barna verði „flögguð“ þannig að foreldrar þeirra geti fylgst betur með.

Í þættinum Sunday With Laura Kuenssberg á BBC sagði Esther meðal annars:

„Við viljum að því verði komið í lög að ákveðnir símar verði aðeins aðgengilegir börnum undir 16 ára. Þannig að ef þú ert 16 ára eða eldri getur þú fengið fullorðinssíma en ef þú ert undir 16 ára færðu annars konar síma sem inniheldur ekki alla þessa samfélagsmiðla,“ segir hún.

Þá vill hún að samhliða þessu fái foreldrar sjálfkrafa aðgang að smáforriti þar sem þeir geta fylgst með því sem börn þeirra gera á netinu. „Þannig að ef börn eru að leita að sömu orðum og til dæmis Scarlett og Eddie voru að gera þá fái foreldrar meldingu um það,“ segir hún.

Telur Esther að með þessu hefðu foreldrar Scarlett og Eddie – sem voru grunlausir – getað fengið viðeigandi aðstoð fyrir börn sína.

Þá hafi komið í ljós að Brianna sjálf leitaði að efni varðandi sjálfsskaða sem Esther hefði ekki vitneskju um. „Ef hún hefði ekki getað nálgast þessar síður held ég að henni hefði ekki liðið eins illa og raun ber vitni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?