fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Baldur varar við: „Við megum aldrei líta út eins og við séum veikasti hlekkurinn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að stjórnvöld hér á landi hafi vanrækt verulega varnar- og öryggismál á undanförnum árum.

Baldur ræðir þetta meðal annars í umfjöllun Morgunblaðsins í dag um öryggismál Íslands, en bent er á það að óvissa ríki um framtíð Bandaríkjanna í NATO komist Donald Trump til valda í forsetakosningunum vestanhafs í haust.

Baldur telur að mjög erfitt verði fyrir Evrópu að sinna varnarmálum sínum án Bandaríkjanna. Staðreyndin sé samt sú að Evrópa þurfi að búa sig undir það versta og að Bandaríkin muni ekki taka forystu í vörnum álfunnar.

„Ég myndi kalla eftir því að Evrópuríki myndu gera viðbragðsáætlun. Þau þurfa að vinna heimavinnu sína bak við tjöldin, vera með áætlun um hvað þau geri ef Bandaríkin draga verulega úr umsvifum sínum í Evrópu,“ segir Baldur meðal annars.

Þegar talið berst að Íslandi segir hann skorta á almenna umræðu um öryggis- og varnarmál. Ísland hafi ekki staðið sína plikt fram að innrás Rússa í Úkraínu. Halda mætti að Ísland væri staðsett á miðjum norðurpólnum, svo lítil sé umræðan um þessi mál.

„Við ættum að forgangsraða áframhaldandi samstarfi á Norðurlöndunum, bæði einum og sér og innan NATO. Einnig þarf að forgangsraða því að hér verði loftrýmisgæsla allt árið í kring. Við megum aldrei líta út eins og við séum veikasti hlekkurinn,“ segir hann við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“