fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Sagðist ætla að gera fjöldaskotárás í skólanum sínum – „Ég ætla að gera Svíþjóð sænska aftur“

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 3. febrúar 2024 22:30

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára drengur sagðist ætla að gera fjöldaskotárás í skólanum sínum í Svíþjóð síðastliðið vor. Þetta tilkynnti hann í lokuðum spjallhópum á netinu. Upp komst hins vegar um þessi orð hans.

Aftonbladet greindi frá þessu fyrr í kvöld.

Þar er er drengurinn kallaður David en tekið fram að það sé ekki hans rétta nafn. Í spjallhópunum lýsti hann yfir megnri andúð á innflytjendum, en David er hvítur á hörund, samhliða því sem hann sagðist ætla að fremja skotárásina í skólanum. Árásin sagði David að yrði blóðug.

Hann var annars þögull í skólanum og lítið fór fyrir honum. Það er ekki gefið upp um hvaða skóla var að ræða en þó að hann hafi verið í vesturhluta Svíþjóðar. Kennari í skólanum segir að David hafi nánast aldrei brosað og forðast augnsamband við annað fólk. Enginn kennaranna hafði þó sérstakar áhyggjur af David. Hann átti nokkra vini og námsárangurinn var viðundandi en þó átti hann í erfiðleikum með sum fög.

Það vakti hins vegar áhyggjur þegar David fór að mæta í skólann í stórum og miklum skóm og jakka með sænska fánanum framan á. Hann sást einnig krota nasistatákn og einstaka sinnum slóst hann við aðra nemendur.

Foreldrar David voru látnir vita og rætt var hvort rétt væri að fara í gegnum tölvuna hans. Áður en til þess kom réðst lögreglan til inngöngu á heimili David og fjölskyldu hans.

Lögreglan hafði komist á snoðir um það sem David hafði skrifað á samfélagsmiðla. Meðal annars hafði hann skrifað í athugasemd á Tik-Tok:

„Ég ætla að gera Svíþjóð sænska aftur, 11. maí.“

Sagði allt innflytjendum að kenna

Þar átti hann við að hann ætlaði sér að fremja fjöldaskotárás í skólanum þennan dag. Í svari við athugasemdina var hann hvattur til að streyma árásinni beint á samfélagsmiðlum. Þessi hvatning kom frá reikningi sem tengdur hefur verið við hægri öfgamenn.

David birti einnig myndir af sér með hauskúpugrímu, íklæddur vesti sem ætlað er til notkunar í hernaði. Hann birti einnig myndir þar sem hann beindi loftbyssu að linsunni og á einni þeirra heilsaði hann að nasistasið.

Í herbergi David fann lögreglan meðal annars hnífa, rör full af byssupúðri og eftirlíkingu af handsprengju. Einnig stílabók þar sem hann lýst aðdáun sinni á Anton Lundin Pettersson sem myrti þrjár manneskjur í skólaskotárs í Trollhättan árið 2015. Í stílabókina skrifaði David einnig stefnuyfirlýsingu sína (manifesto) þar sem hann kenndi innflytjendum um vandamál sænsks samfélags og vísaði þá meðal annars í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi 2017, þegar hælisleitandi frá Úsbekistan stal flutningabíl og ók á eins marga og hann gat. Sá maður varð á endanum fimm manns að bana.

Í stílabókina skrifaði David að hann myndi leita hefnda.

Í yfirheyrslum hjá lögreglu varð David varð tíðrætt um hefndir. Hann vildi meina að hópur drengja af erledum uppruna væri að áreita hann. Það reitti hann iðulega til reiði. Hann sagðist hafa ætlað að hefna sín á dreng sem héti Oliver og öðrum dreng. Í stílabókina hafði David einmitt skrifað

„Skaði Oliver“ ( s. Oliver skada).

Nokkrum vikum síðar var David aftur í yfirheyrslu og var þá spurður hvað hefði komið í veg fyrir að hann hefði framið árásina. Svaraði hann því til að ástæðan væri að lögreglan hefði komist að því sem hann hefði í hyggju. Hann var einnig spurður hversu mikil alvara væri á bak við þetta allt saman. David vildi meina að honum hefði verið að hálfu leyti alvara en að hálfu leyti ekki. Hann sagði hluta af sér hafa viljað fremja árásina en hluta ekki af því hann hefði ekki langað það mikið til þess að eyðileggja líf sitt.

David var dæmdur í 10 mánaða gæslu sem er sérstaklega ætluð unglingum. David undi dómnum en lögmaður hans tók sérstaklega fram að um dagdrauma hefði verið að ræða og aldrei hefði staðið til að gera alvöru úr þeim orðum sem hann lét falla á samfélagsmiðlum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið