fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Eru vandamál okkar Facebook að kenna?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. febrúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun verða 20 ár síðan að samfélagsmiðillinn Facebook varð aðgengilegur fyrir almenning. Óhætt er að segja að Facebook hafi síðan þá haft gríðarleg áhrif á líf óheyrilegs fjölda manna um allan heim. Viðhorfið gagnvart Facebook hefur hins vegar orðið neikvæðara með tímanum. Sum eru þó á því að Facebook sé blóraböggull fyrir vandamál samfélags manna.

Facebook, sem og raunar aðrir samfélagsmiðlar, er sakað um að gera dreifingu falsfrétta og áróður pólitsíkra öfgamanna of auðveldan. Facebook er einnig sagt hafa slæm áhrif á börn og unglinga og ýta meðal annars undir kvíða, þunglyndi, einelti og útlitsdýrkun hjá þessum aldurshópum. Það á einnig við um Instagram. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur þó nokkrum sinnum þurft að biðjast afsökunar á misfellum í starfi fyrirtækisins.

Síðast gerði hann það í yfirheyrslum fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum. Hann bað foreldra barna sem höfðu tekið eigið líf eða orðið fyrir misnotkun eftir að hafa notað Instagram en Facebook keypti þann samfélagsmiðil og báðir miðlarnir eru reknir í dag undir merkjum fyrirtækisins Meta.

Þingmenn sökuðu Zuckerberg og forstjóra annarra fyrirtækja sem halda úti samfélagsmiðlum um að gera ekki nóg til að stöðva misnotkun á miðlunum sem meðal annars séu nýttir af óprúttnum aðilum í þeim tilgangi að skaða börn.

Meta á yfir höfði sér fjölda lögsókna frá einstaka ríkjum Bandaríkjanna þar sem fyrirtækið er meðal annars sakað um að hafa vísvitandi þróað samfélagsmiðla sína með þeim hætti að börn yrðu háð þeim og að leyna gögnum sem sýni fram á skaðsemi samfélagsmiðla fyrirtækisins fyrir börn og unglinga.

Þetta kemur fram í umfjöllun NBC.

Er þetta virkilega allt Facebook og öðrum samfélagsmiðlum að kenna?

Á móti halda sum því fram að of auðvelt sé að kenna Facebook og öðrum samfélagsmiðlum um það sem miður fer í samfélagi manna.

Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur, sem hefur búið lengi í Bretlandi ritar reglulega pistla í Heimildina og var sá nýjasti birtur á vef miðilsins í morgun. Í pistlinum verður Sif tíðrætt um Facebook vegna 20 ára afmælisins:

„Í tuttugu ár höfum við þjáðst yfir ljósmyndum af tám annarra í flæðarmálinu á Tene og lofræðum foreldra um æðrulaus afkvæmi sín.“

Sif bætir við:

„Í tuttugu ár hefur Facebook verið hentugur blóraböggull fyrir alla helstu breyskleika mannkyns.“

Meðal þess sem Sif segir að Facebook hafi verið kennt um síðustu 20 árin sé rof samkenndarinnar, pólitísk skautun, umdeildar kosninganiðurstöður, hnignandi athyglisgáfa, forheimskun samfélagsins, blinda í bergmálshellum, vinsældir maraþonsins og lífsgæðakapphlaupsins, þvermóðska náungans, sjálfhverfa samtímans, upprisa egósins og eilíft tuð.

Þetta sé hins vegar ekki svo einfalt og mennirnir verði að líta sér nær. Hún vitnar í skáldsöguna Myndin af Dorian Gray eftir Oscar Wilde og segir Fésbók (Facebook) rétt eins og aðrar bækur gera ekki annað en að birta heiminum eigin skömm.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“