fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Rifjar upp Einkamál.is málið – „Það var svo ógnvekjandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 3. febrúar 2024 09:00

Alda Coco. Mynd/Instagram @aldacocoofficial

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan Alda Coco er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún fer um víðan völl í þættinum og ræðir meðal annars um fyrirsætubransann, Einkamál.is málið svo kallaða, fegrunaraðgerðir og kjaftasögur.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan, einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Alda Guðrún Jónasdóttir skaust fram á sjónarsviðið í kringum 2009. Hún tók stuttu síðar upp viðurnefnið Coco sem festist við hana og hefur síðan þá verið þekkt sem Alda Coco.

Fyrir tæplega áratug fékk Alda símtöl og skilaboð frá fólki sem hafði áhyggjur að hún væri að selja sig á Einkamál.is. Ástæðan var auglýsing á síðunni undir nafni Öldu og með myndum af henni. Auk þess voru mjög persónulegar upplýsingar þarna inni, eins og rétt hæð og þyngd.

Þetta var ekki Alda á síðunni heldur hafði einhver óprúttinn aðili búið til gerviaðgang. „Ég var bara inn á Einkamál.is. Þetta var mjög skrýtið. Ég er ekki að segja það að ég hafi lagt fram kæru en mér fannst þetta ógeðslega fyndið, því til hvers? Svo ætlaði manneskjan að fara að hitta aðilann og þetta var ekki ég?“

Alda Coco er gestur vikunnar í Fókus.

„Það var notað nafnið mitt og mynd af mér. Þetta var líka svo skrýtið því þetta var svo ítarlegt á þessum tíma. Hvernig vissi manneskjan hæðina mína? Og þyngdin mín var líka. Það var svo ógnvekjandi. Það var eins og manneskjan sem gerði þennan aðgang hafi þekkt mig vel,“ segir Alda.

„Sorglegt en fyndið á sama tíma. En ég tek mig ekki svo alvarlega, ég er ekki að fara að grenja þó einhver búi til feik prófíl á Einkamál.“

Alda ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, horfðu á hann í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Öldu Coco á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 1 viku

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Hide picture