fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Brynjar myndi ekki þola sig ef hann væri ekki hann sjálfur

Fókus
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 17:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hafa staðið yfir opinberar deilur milli Brynjars Níelssonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og embættismanns í fjármálaráðuneytinu, og Vilhjálms Vilhjálmssonar lögmanns. Varð kveikjan að orðaskaki þeirra á milli uppákoma sem varð á þorrablóti Stjörnunnar um liðna helgi þar sem Helgi sonur Brynjars fór með gamanmál sem voru ekki Vilhjálmi að skapi en Brynjar var veislustjóri. Deilur Brynjars og Vilhjálms ná þó nokkur ár aftur í tímann og eiga upphaf sitt í umdeildri skipan dómara við Landsrétt. Brynjar birti nýja færslu fyrr í dag á Facebook-síðu sinni þar sem hann hæðist enn og aftur að Vilhjálmi en segir færsluna verða lokaorð sín í þessum erjum.

Sjá einnig: Brynjar hæðist að Vilhjálmi eftir uppákomuna á þorrablótinu – Nýjasti kaflinn í erjum þeirra

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður blandaði sér einnig í deilurnar til stuðnings Vilhjálmi og áttu hann og Brynjar í miklu orðaskaki á Facebook-síðu Brynjars.

Sjá einnig: Brynjar og Sveinn Andri hnakkrífast:„Biturð þín og óvild frussast hér út úr þér“

Vilhjálmur hefur einnig sagt sína hlið á málinu.

Sjá einnig: Vilhjálmur segist ekki hafa verið kallaður leðurhommi eða BDSM-lögmaður

Í færslunni á Facebook-síðu sinni segist Brynjar skilja Vilhjálm vel:
„Ég skil vel ólund Villa út í mig. Ef ég væri ekki ég sjálfur þyldi ég mig ekki.“

Vilhjálmur hafi þó ekki farið rétt að við að koma óánægjunni á framfæri:

„Það er ekki mikill bragur á því að vaða að sviðinu í miðju atriði til að vera með gífuryrði gagnvart fjölskyldu unga mannsins og ekki síst föður hans. Hefði verið nær að vaða í mig sem var á staðnum. Ég hefði alveg treyst mér til að beygja mig niður og ræða við Villa um hvað sem er, jafnvel um Gucci, Armani og alla þá bræður.“

Brynjar segir að líklega hefðu hann og Helgi, sonur hans, átt að sleppa því að hæðast að Vilhjálmi en samt ekki:

„Viðurkenni að það var ótuktarskapur en Villi átti það eiginlega soldið skilið. Svo hélt ég að hann hefði sæmilega breitt bak. Hann lætur allavega þannig.“

Brynjar segir að fleiri orð um þessar erjur við Vilhjálm og einnig Svein Andra muni hann ekki viðhafa:

„Nú hef ég lokið umræðu minni um Villa Vill og Svein Andra, allavega í bili. Maður á ekki að ergja stjörnulögmenn, það mun bara koma í bakið á manni. Held að ég haldi mig bara við Gísla Martein og Björn Leví. Þeir eru með breið bök og svara skemmtilega fyrir sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024