fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Reyndi að fá erfðaskrá bróður síns rift – Arfleiddi eignir sínar til SOS Barnaþorpa

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 17:30

Eignirnar fara að langstærstum hluta til SOS Barnaþorpa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur hafnað kröfu manns um að ógilda erfðaskrá bróður síns. Bróðir hans hafði ráðstafað eignum sínum til hjálparsamtakanna SOS Barnaþorpa.

Landsréttur úrskurðaði um málið á mánudag, 29. janúar, og staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 10. nóvember síðastliðnum.

Ágreiningurinn stóð um erfðaskrá sem hinn látni gerði árið 2007. En með henni ráðstafaði hann fasteign sem hann átti til helminga með móður sinni, bankainnistæðum, hlutabréfum, lausafjármunum og innbúi að langmestu leyti til SOS Barnaþorpa.

Í úrskurðinum kemur ekki fram hvenær maðurinn lést, en bú hans var tekið til opinberra skipta þann 6. desember árið 2022. Kom þá upp ágreiningur í málinu og vísaði skiptastjóri honum til héraðsdóms.

Frá gerð erfðaskrárinnar hafði maðurinn eignast íbúðina einn og selt hana árið 2022 fyrir 90 milljónir króna en keypti aðra fasteign á tæpar 59 milljónir.

Taldi bróður sinn andlega vanhæfan

Bróðirinn var eina systkini mannsins og eini lögerfinginn. Skylduerfingja átti hann enga. Hann taldi erfðaskránna vera ógilda, þar sem ekki hafi komið fram í henni að maðurinn hafi verið andlega heill heilsu þegar hann gerði hana eins og lög áskilji. Sagðist bróðirinn draga andlegt hæfi hans verulega í efa enda hefði hann búið við ákveðið ástand, sem ekki er tilgreint í úrskurðinum, alla tíð.

Þá sé erfðaskráin einnig óskýr um arfleiðsluvilja og að samskipti þeirra bræðra hafi breyst eftir að hann gerði erfðaskránna. Árið 2007 hafi þeir ekki verið í nokkru sambandi en þeir hafi hins vegar tekið upp samskipti á ný tveimur árum seinna. Hann hafi meðal annars komið honum á sjúkrahús og séð um útför hans.

Einnig að eignirnar sem um ræðir í erfðaskránni séu ekki þær sömu og féllu til við skiptingu búsins. Forsendurnar væru því brostnar fyrir erfðaskránni.

Augljóslega ekki nánir

SOS Barnaþorp töldu hins vegar ósannað að maðurinn hafi verið svo andlega vanheill heilsu að hann hafi ekki verið fær um að ráðstafa eignum sínum á skynsamlegan hátt.

Eðli málsins samkvæmt þekki samtökin ekki vel lífshlaup hins látna manns en af málatilbúnaði bróður hans sé ljóst að þeir hafi ekki verið í samskiptum um langt skeið. Fullkomlega eðlilegt sé því að hann hafi viljað ráðstafa eignum sínum annað. Það er í þágu góðs málefnis sem hann hafi borið fyrir brjósti.

Þá er bent á að eftir andlát mannsins birtist aðeins ein minningargrein um hann, rituð af æskufélaga hans.

Skýr vilji

Í niðurstöðu dómara kemur fram að ekki verði séð að hinn látni hafi viljað ráðstafa eignum sínum með öðrum hætti en tekið er fram í erfðaskrá. Skiptir þá ekki máli að eignirnar hafi aukist nokkuð frá gerð erfðaskrárinnar. Henni var ekki breytt eða ný gerð seinna. Það hafi verið markmið mannsins að eignirnar rynnu til góðgerðasamtakanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“