fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Uppgötvuðu nýja tegund stjörnu í hjarta Vetrarbrautarinnar – „Gamall reykingamaður“

Pressan
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 20:30

Svona lítur Old Smoker hugsanlega út. Mynd:Royal Astronomical Society (RAS)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað nýja tegund stjörnu í hjarta Vetrarbrautarinnar. Þetta er einhverskonar tegund rauðra risa og hafa þær fengið viðurnefnið „gamalla reykingamaður“ vegna þess að þær „blása“ frá sér gasskýjum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta sé tegund rauðra risa, sem er þekkt stjörnutegund, sem hafi myndast þegar stjörnur af millistærð, eins og sólin okkar, deyja eftir að hafa klárað allt vetnið en það þarf til að kjarnasamruni geti átt sér stað.

Það var alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga, undir forystu Philip Lucas prófessors við University of Hertfordshire, sem uppgötvaði „gömlu reykingamennina“.

Uppgötvunin er afrakstur 10 ára rannsóknar á næturhimninum. Vísindamennirnir fylgdust með tæplega einum milljarði stjarna á þessum tíma. Þeir uppgötvuðu 21 rauða stjörnu, nærri miðju Vetrarbrautarinnar, sem sýndu óskýr merki um breytingar á birtustigi.

Eftir mikla rannsóknarvinnu var niðurstaðan að þetta sé áður óþekkt tegund rauðra risa. Þær láta lítið fyrir sér fara árum eða áratugum saman en blása þá skyndilega frá sér miklu reykskýjum. Raunar verða þær svo dimmar og rauðar árum saman að á stundum sjást þær alls ekki.

Stjörnurnar eru í innsta hlut Vetrarbrautarinnar, svæði sem er þekkt sem „Kjarnorku diskurinn“ en þar hafa stjörnur tilhneigingu til að vera ríkari af þungum frumefnum en annars staðar. Segja vísindamenn að þetta geti gert að verkum að auðveldara sé fyrir rykagnir að þétta sig í gasi í frekar köldum ytri lögum rauðra risa. En hvernig þetta gerir síðan að verkum að stjörnurnar blása þéttum reyk frá sér er hins vegar enn óleyst ráðgáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera