fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Pressan

Klæddist sem sendill og réðst inn í hús og myrti þrennt

Pressan
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 22:00

Alonzo Pierre Mingo. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alonzo Pierre Mingo, 37 ára, er í haldi lögreglunnar í Coon Rapids í Minnesota, grunaður um að hafa myrt þrjár manneskjur á mánudaginn. Hann dulbjóst sem sendill, réðst inn  í hús og myrti fólkið.

People segir að um hádegi á mánudaginn hafi verið hringt í lögregluna og tilkynnt um hávaða á heimili í Minneapolis.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir þrjár látnar manneskjur. Þetta voru Shannon Patricia Jungwirth, 42 ára, Mario Alberto Trejo Estrada, 39 ára, og Jorge Alexander Reyes-Jungwirth, 20 ára. Tvö ung börn voru einnig á heimilinu og voru þau ómeidd en höfðu verið til staðar þegar þremenningarnir voru skotnir til bana.

Saksóknarar segja að upptökur úr eftirlitsmyndavélum í húsinu sýni að blárri Nissan Altima bifreið hafi verið ekið upp að húsinu og lagt við það áður en þrír menn, tveir klæddir sem sendlar hjá UPS fyrirtækinu, stigu út úr bifreiðinni og fóru inn í húsið. Einn þeirra hélt á pappakassa.

Upptökur innan úr húsinu sýna Mingo, sem var í einkennisfatnaði UPS, beina byssu að manni og fara með hann inn í svefnherbergi þar sem kona og tvö ung börn voru. Hann krafði manninn um peninga áður en hann fór út úr herberginu ásamt fólkinu.

Skömmu síðar fór hann aftur inn í herbergið ásamt konunni sem hann skaut síðan til bana. Á upptökunum sjást börnin tvö gráta þegar þau fóru inn í herbergið og sáu konuna á gólfinu.

Mingo var handtekinn um 15 km frá morðvettvanginum um þremur klukkustundum eftir að hringt var í lögregluna.

Hann neitaði alfarið að hafa verið á morðvettvanginum sem og að hafa klæðst búningi UPS. En lögreglan fann fingraför hans á pappakassanum sem hann skildi eftir á morðvettvanginum. Einnig fannst einkennisfatnaður UPS í bakpoka hans.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá ástæðunni á bak við morðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússi handtekinn á flugvellinum í Billund með mikið magn sprengiefnis

Rússi handtekinn á flugvellinum í Billund með mikið magn sprengiefnis
Pressan
Í gær

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnumótið breyttist í martröð eftir óvænta játningu

Stefnumótið breyttist í martröð eftir óvænta játningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 4 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum