fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í ófærðinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 18:28

Frá aðgerðum björgunarsveita á Ásbrú í dag. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að nóg hafi verið að gera í dag hjá björgunarsveitum vegna verkefna tengdum veðri og ófærð, einkum á Suðurnesjum og Suðurlandi en þó víðar.

Verkefnum hafi fjölgað nokkuð þegar leið á daginn.

Verkefni dagsins hafi byrjað á Suðurnesjum og uppi á Ásbrú, í Reykjanesbæ, hafi verið þó nokkuð um að fólk festi bíla sína í slæmu skyggni. Um tíma hafi verið þó nokkuð um verkefni, þegar einn bíll hafi verið losaður hafi tveir setið fastir á sömu slóðum. Leiðin frá Fitjum upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi reynst mörgum erfið.

Á Suðurlandi hafi verið nokkuð um verkefni eftir því sem leið á daginn. Á Þingvallavegi hafi allmargir ferðalangar fest sig, sem og á Uxahryggjum. Einnig á Lyngdalsheiði og séu björgunarsveitir á svæðinu við að greiða úr þessu og meðal tækja sem nýtt séu við verkefnið sé snjóbíll.

Í Stykkishólmi hafi björgunarsveit einnig verið kölluð út en þar séu bílar fastir um allan bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“
Fréttir
Í gær

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“
Fréttir
Í gær

Vilja ekki sjá Konukot í sama húsi: Hóta því að fara fram á skaðabætur ef viðskiptavinir verða fyrir truflun

Vilja ekki sjá Konukot í sama húsi: Hóta því að fara fram á skaðabætur ef viðskiptavinir verða fyrir truflun
Fréttir
Í gær

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“