fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Hitti þekktan glæpamann áður en hann afhjúpaði hann – „Ég vissi að þetta væri rétt, fyrir hana og fyrir mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 12:36

Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Ómarsson hitti ofbeldismann áður en hann afhjúpaði hann. Hann segir frá þessu í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan, einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Helgi Ómarsson var gestur í Fókus í síðustu viku, spjallþætti DV. Hann fór um víðan völl í þættinum og opnaði sig um ofbeldissamband sem hann var í, flókna bataferlið og hvernig hann vill nota sinn vettvang, hlaðvarpsþáttinn Helgaspjallið, til að hjálpa öðrum.

Fyrir viku síðan kom út þáttur af Helgaspjallinu sem vakti gríðarlega athygli. Í þættinum sagði Birna Ósk Ólafsdóttir frá því hvernig hún hafi kolfallið fyrir manni sem kom síðar í ljós að væri ofbeldismaður.

Hún sagði sambandið hafa verið stormasamt og að fjölmiðlar hafi reglulega fjallað um glæpi þáverandi kærasta hennar, en hann er mjög þekktur hérlendis.

Sjá einnig: Birna Ósk opnar sig um samband með þekktum ofbeldismanni – „Er hann á eftir henni eða drepur hann alla sem koma nálægt henni?“

Helgi Ómarsson.

Viðtalið vakti gríðarlega athygli en Helgi hafði samband við umræddan ofbeldismann fyrir það.

„Sko ég hitti hann,“ segir Helgi og bætir við að hann hafi aðeins þekkt manninn fyrir þetta, hafi hitt hann áður og átt góð kynni af honum og þess vegna hafi honum liðið vel að hafa samband við manninn.

„Hann gerði það mjög skýrt og það var eins og það væri hluti af hans bata frá neyslu, að ábyrgð sé mikilvæg og allt svona. Og þegar hann sagði að þetta væri sjálfsagt til að [Birna] gæti náð bata. Ég virði það við hann. En auðvitað er þetta einstaklingur sem er búinn að valda mörgum sársauka og kvíða. Ég vona að hann haldi áfram á hreinu brautinni og geri eins vel og hann getur,“ segir Helgi.

„En ég vissi að þetta væri rétt, fyrir hana og fyrir mig. Varðandi Helgaspjallið vil ég gera allt rétt, ég vil ekki taka feilskref en ef ég geri það þá vil ég strax læra af því.“

Helgi ræðir málið frekar í spilaranum hér að ofan. Klippan hér að ofan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á öllum helstu streymisveitum.

Fylgstu með Helga á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið Helgaspjallið á Spotify og Apple Podcasts.

Smelltu hér til að sjá hvar þú getur leitað hjálpar ef einhver er að beita þig eða einhvern sem þú þekkir ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Hide picture