fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Ingunn lætur Norðmenn og Breta finna fyrir því í dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Noregi og í Bretlandi eru við öllu búin vegna vonskuveðurs sem gera má ráð fyrir að skelli á í dag. Rauðar viðvaranir eru í gildi á nokkrum svæðum í Noregi og þá hefur lestarferðum á Bretlandseyjum verið aflýst.

Um er að ræða óveður sem norska veðurstofan hefur gefið nafnið Ingunn og eru rauðar og appelsínugular viðvaranir í gildi víða. Þannig er rauð viðvörun í gildi í Lófóten, eyjaklasa í norðvesturhluta Noregs sem er rómaður fyrir náttúrufegurð sína. Þá má búast við vonskuveðri á svæðinu frá Bodö og suður til Þrándheims og jafnvel enn sunnar.

Jon Austrheim, veðurfræðingur á norsku veðurstofunni, segir við VG að veðurspár virðist ætla að rætast og hætta sé á foktjóni víða. Í bland við mikinn vind megi gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu og því viðbúið að færð verði erfið víða. Á strandsvæðum megi að auki gera ráð fyrir mikilli ölduhæð.

Bretar munu fá sinn skerf af óveðinu og á það einkum við um norðurhluta Bretlandseyja, norðurhluta Englands og allt Skotland til dæmis. Gular viðvaranir eru í gildi þar og má gera ráð fyrir að versta veðrinu sloti undir kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“