fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Vararíkissaksóknari sætir ítrekuðum hótunum af hálfu brotamanns – „I will kill you“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 07:00

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur sætt ítrekuðum hótunum frá dæmdum brotamanni. Sá var ákærður fyrir ýmis brot 2022 og dæmdur. Hann hefur meðal annars hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.

Það er ekki einsdæmi að starfsfólki lögreglunnar og réttarvörslukerfisins sé hótað en undanfarið hefur verið fjallað um hótanir gegn lögreglumönnum og skemmdarverk sem unnin hafa verið á eigum þeirra.

Í ákæru á hendur manninum, sem hefur haft í hótunum við Helga, kemur fram að hann hafi á tíu daga tímabili í janúar 2021 sent Helga tölvupósta sem innihéldu líflátshótanir og í sumum tilfellum hafi hótanirnar einnig beinst gegn fjölskyldu Helga.  Einnig kemur fram að hann hafi komið í afgreiðslu ríkissaksóknara í mars 2022 og haft uppi ítrekaðar hótanir um að gera út af við Helga.

Í dómi, sem Héraðsdómur Reykjaness kvað upp yfir manninum í júní 2022, segir að meðal þeirra skilaboð sem Helga bárust hafi ein hljóðað svo: „Even you go out now and withdraw the papers from me,

you and your family will die.“

Morgunblaðið hefur eftir Helga að líklega megi rekja þessi skilaboð til þess að hann hafi sem vararíkissaksóknari staðfest niðurfellingu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í máli þar sem viðkomandi var kærandinn.

Þegar maðurinn kom á skrifstofu ríkissaksóknara í mars 2022 voru vitni að samskiptum hans við Helga. Í fyrrgreindum dómi kemur fram að vitnin hafi heyrt manninn segja: „I will kill you“ við Helga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg