Michael Edwards fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool hefur hafnað starfi hjá félaginu en félagið vildi fá hann til að leiða það í gegnum breytingar.
Miklar breytingar eru í vændum þegar Jurgen Klopp lætur af störfum en þýski stjórinn upplifir þreytu í starfi og ætlar að hvíla sig.
Edwards var mjög vel liðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool og vildi félagið fá hann til starfa aftur. Fabrizio Romano segir frá.
Romano segir að hann hafi hafnað þessum mjög fljótlega þrátt fyrir að hann hafi átt að fá lyklana að Anfield og stýra breytingunum.
Liverpool þarf að finna sér nýjan stjóra eftir níu ár af Klopp en hann hefur haft mikið að segja um allar ákvarðanir félagsins undanfarin ár.
🚨🔴 EXCLUSIVE: Liverpool have made contact with Michael Edwards over the weekend.
FSG plan was to offer to be in charge of the restructure at the club.
⛔️ Understand Edwards has rejected #LFC proposal as he’s not interested even in a more senior role as of today. pic.twitter.com/j1OeQBHMV8
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2024