Sóley er fitness fyrirsæta og nýtur mikilla vinsælda á Instagram og TikTok. Hún er mikill ævintýragarpur og hefur síðastliðið ár ferðast um heiminn og dvalið meðal annars í Balí, Los Angeles, London og París.
Sóley heldur einnig úti sér fitness-síðu á Instagram og selur næringar- og æfingarprógrömm. Hún tekur það þó skýrt fram að hún sé ekki menntaður einkaþjálfari en hún hafi lært mikið um líkamsrækt og næringu í gegnum árin.
Árið 2016 glímdi Sóley við átröskun en tókst að ná bata. Hún birti myndband á Instagram þar sem hún sýnir árangur sinn, sem hún náði með því að æfa og borða nóg.
Horfðu á það hér að neðan.
View this post on Instagram
Sóley hefur áður deilt með fylgjendum sínum hvað hún borðar á venjulegum degi til að bæta á sig vöðvamassa.
„Það er svo mikilvægt að borða mikið af næringarríkum mat, sérstaklega ef þú hreyfir þig og lyftir lóðum. Ef þú hefur ekki séð neinn árangur hjá þér nýlega, skoðaðu mataræðið, svefninn þinn og vatnsdrykkju. Ég drekk um þrjá til fjóra lítra af vatni á dag,“ sagði hún.
Sjá einnig: Þetta borðar Sóley Kristín til að bæta á sig vöðvamassa