fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Opnar sig upp á gátt um framhjáhaldið: Barnaði hjákonuna í annað sinn – „Ég þarf að ræða það sem ég hef gert“

433
Mánudaginn 29. janúar 2024 11:30

Walker og Annie Kilner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Kyle Walker opnar sig upp á gátt um einkalíf sitt í viðtali við The Sun. Þessi bakvörður Manchester City hefur stolið fyrirsögnum undanfarið fyrir framhjáhald sitt.

Annie Kilner, eiginkona Walker, sparkaði honum út í byrjun árs. Þá kom í ljós að Walker hafði barnað Lauryn Goodman í tvígang. Kilner vissi af fyrra barninu en Walker hafði neitað fyrir að eiga það síðara.

Walker játar þetta í viðtalinu og viðurkennir að hjónaband hans og Kilner sé sennilega á enda.

„Ég er lokaður maður. Ég sætti mig hins vegar við að ég er opinber persóna og þarf að ræða það sem ég hef gert. Ég vona að ég geti útskýrt mitt mál svo eiginkona mín og börn fái það næði sem þau þurfa og eiga skilið,“ segir Walker.

„Ég hef náð meiri árangri í fótbolta en ég hefði nokkurn tímann trúað. En að særa besta vin minn, það er ansi sárt. Hvernig gat ég sært einhverja sem ég elska svona mikið. Það er eitthvað sem ég þarf að finna út úr sjálfur.“

Walker segir að hann þurfi að fara í sjálfskoðun.

„Ég þarf að finna út af hverju ég hef gert þetta og af hverju þessi staða kemur upp. Ég er mannlegur og geri mistök innan vallar sem utan. Þau utan vallar særa mun meira. Fótbolti hefur verið líf mitt síðan ég var sex ára. En fjölskyldan kemur á undan öllu öðru. Eins og er eru þau í sárum.“

Walker segir einnig frá því að þegar hann komst að því að Goodman væri ófrísk að öðru barni hans hafi hann samþykkt að fara til Bayern Munchen, eitthvað sem varð svo aldrei af.

„Ég reyndi að flýja. Mig langaði ekki að fara frá City. Við erum besta lið heims um þessar mundir. En þetta var tækifæri til að komast burt frá Englandi og umfjölluninni um mig þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið