Í gærkvöldi var tilkynnt hvaða tíu lög taka þátt í Söngvakeppninni 2024. Líkt og undanfarin ár eru haldin tvö undankvöld, 17. og 24. febrúar. Úrslitin ráðast svo 2. mars í Laugardalshöllinni.
Sjá einnig: Þessi tíu lög taka þátt í Söngvakeppninni
Á meðal keppenda er dúettinn VÆB, sem bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson skipa, sem flytur lagið Bíómynd, lag og texti eftir þá sjálfa. Á ensku heitir lagið Movie Scene og er textinn eftir þá sjálfa og Drífu Nadíu Thoroddsen Mechiat.
Ellý Ármannsdóttir spákona með meiru var í þætti Steineyjar Skúladóttur á Rás 2 þann 6. Janúar þar sem hún spáði meðal annars fyrir um úrslitin í Söngvakeppninni.
„Ég fékk vægt sjokk þegar ég sá að þessir hæfileikaríku bræður taka þátt í Söngvakeppninni í ár og flýtti mér að finna og hlusta aftur á spádóminn sem mér var sýndur 6. janúar síðastliðinn um úrslitin í Söngvakeppnin hjá Steiney Skúladóttir á Rás 2,“ segir Ellý.
@ellyarmanns♬ original sound – Ellý Ármanns
Fylgjast má með fréttum af Söngvakeppninni hér.