fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Íslenskar sveitir í toppbaráttunni á Bridgehátíð

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. janúar 2024 09:37

Dennis Bilde-Martin Schaltz unnu tvímenning Bridgehátíðar. Myndin er frá spilastað. Mynd: Aðalsteinn Jörgensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk lið sem etja kappi við erlendar stórstjörnur á Reykjavík Open skipa nokkur af efstu sætunum í mótinu þegar 60 spil af 100 hafa verið spiluð í sveitakeppninni.

Sveit Dinkin frá Bandaríkjunum leiðir mótið, sveit Kjöríss er í öðru sæti, sveit Doktorsins er í þriðja sæti og amerísk sveit með íslenska heimsmeistarann Hjördísi Eyþórsdóttur innanborðs er í fjórða sæti. 

Næst koma tvær erlendar stórsveitir en Hótel Norðurljós og Málning þar á eftir. Í efstu tíu sætunum eru fimm íslenskar sveitir.

Áætluð mótslok eru um klukkan 17.30 í dag á spilastað í Hörpu. Mörg hundruð spilarar hafa setið við í húsinu allt síðan á mánudag þegar Masters stórmótið hófst, undanfari Bridgehátíðar.

Sveit Sabine Auken vann Reykjavík Masters mótið, verðlaunafé nam mörgum milljónum króna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“