Ivan Rakitic hefur tjáð Sevilla það að hann sé á förum frá félaginu og ætlar að skrifa undir samning í Sádi Arabíu.
Rakitic er að ganga í raðir Al Shabab þar í landi en hann var sterklega orðaður við Inter Miami í Bandaríkjunum.
Lionel Messi er leikmaður Inter Miami en hann og Rakitic spiluðu um tíma saman hjá Barcelona við góðan orðstír.
Rakitic ákvcað þó að elta peningana samkvæmt Fabrizio Romano og mun enda í Sádi í janúarglugganum.
Króatinn er 35 ára gamall og er kominn á seinni ár ferilsins en Al Shabab er til í að greiða mun hærri laun en voru í boði í Miami.
Rakitic er í raun að taka U-beygju með þessu skrefi en hann sagði fyrr á tímabilinu að hans eina markmið væri að klára tímabilið vel með Sevilla sem reyndist að lokum ekki rétt.