Troy Deeney er sérstakur karakter en hann var nýlega rekinn sem þjálfari Forest Green Rovers í ensku fjórðu deildinni.
Deeney er nafn sem margir kannast við en hann lék lengi með Watford og þá í ensku úrvalsdeildinni.
Athletic fjallar nú um brottrekstur Deeney sem missti víst stjórn á skapi sínu í leik gegn Swindon sem tapaðist 2-1.
Deeney fékk aðeins að stýra Forest Green í sex leikjum fyrir brottreksturinn en enginn af þeim viðureignum enduðu með sigri.
Athletic segir frá því að Deeney hafi alveg misst sig eftir tapið gegn Swindon og lét fjórða dómara leiksins, Andrew Hickman, heyra það eftir lokaflautið.
,,Ef þú værir ekki dómari þá myndi ég berja þig. Þú ert andskotans aumingi,“ er haft eftir Deeney frétt Athletic.
Deeney var ekki bara þjálfari Forest Green í þennan stutta tíma en var einnig leikmaður liðsins og skoraði fjögur mörk í 18 leikjum.