Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, sást á skemmtistað í Belfast nokkrum klukkutímum áður en hann átti að mæta á æfingu hjá félaginu.
Það er Athletic sem greinir frá þessu en Rashford hringdi sig inn veikan á föstudag og mætti ekki til æfinga.
Rashford virðist hafa logið að félagi sínu miðað við þessar fregnir og er ekki ólíklegt að honum verði refsað.
Um er að ræða 26 ára gamlan sóknarmann sem hefur alls ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili.
Rashford skoraði 30 mörk í 56 leikjum á síðustu leiktíð en er aðeins með fjögur mörk í 26 leikjum í vetur.
🚨 Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night.
W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI
— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024