Barcelona og Villarreal áttust við í stórskemmtilegum leik í La Liga í dag en það fyrrnefnda tapaði nokkuð óvænt á heimavelli.
Barcelona fékk á sig fimm mörk gegn Villarreal en staðan var 3-3 þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna.
Villarreal skoraði tvö mörk í uppbótartíma eða á 99. mínútu og 102. mínútu sem tryggði dramatískan sigur.
Gríðarlegur skellur fyrir Barcelona sem er nú tíu stigum á eftir Real Madrid sem vann Las Palmas í dag, 2-1.
Barcelona 3 – 5 Villarreal
0-1 Gerard Moreno
0-2 Ilias Akhomach
1-2 Ilkay Gundogan
2-2 Pedri
3-2 Eric Bailly(sjálfsmark)
3-3 Goncalo Guedes
3-4 Alexander Sorloth
3-5 Jose Morales
Las Palmas 1 – 2 Real Madrid
1-0 Javi Munoz
1-1 Vinicius Junior
1-2 Aurelien Tchouameni