Freyr Alexandersson hefur byrjað nokkuð vel sem þjálfari Kortrijk í Belgíu en hann var ráðinn til félagsins nýlega.
Freyr og hans menn unnu fyrsta leikinn undir hans stjórn gegn Standard Liege og var það 1-0 sigur á útivelli.
Annar leikur liðsins undir stjórn Freys fór fram í dag en honum lauk með markalausu jafntefli gegn Leuven.
Kortrijk er í mikilli fallbaráttu en liðið er sjö stigum frá öruggu sæti eftir að hafa spilað 22 leiki í efstu deild.
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði með Leuven í þessum leik en var tekinn af velli á 70. mínútu.